Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Frábært framtak hjá Akureyrarbæ

Það er á hreinu að Akureyri elskar alla.  Við Akureyringar byrjuðum á því að breyta rauða ljósinu í götuvitum bæjarins í hjarta og núna eru allir að skreyta stofnanir og fyrirtæki með hjarta. 

Brosum með hjartanu er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar og Ásprent Stíls.  Fyrirtæki geta fengið svona hjarta til að skreyta fyrirtækin sín endurgjaldslaust á skrifstofu Stíls að Óseyri 3.  Allt um verkefnið á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Magnað framtak!  Við verðum öll að standa saman.

Áfram Akureyri - Áfram Ísland


Akureyri á Þorsteini mikið að þakka

Háskólinn hefur blómstrað í tíð Þorsteins og er í dag einn af stærstu vinnustöðum á Akureyri og hans vegna hafa orðið til gríðarlegur fjöldi starfa í þjónustu og annara afleiddra starfa.  Þorsteinn hefur staðið vaktina síðustu 15 ár og undir hans stjórn er Háskólinn á Akureyri orðin í fremstu röð. 

Það verður mikil eftirsjá af Þorsteini og ljóst að eftirmanni hans bíður erfitt starf.  Ég vil óska Þorsteini velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.


mbl.is Þorsteinn lætur af starfi rektors í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt að horfa fram á veginn

Það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að við lokum okkur ekki af í alþjóðasamfélaginu heldur höldum ótrauð áfram að gera okkur að ábyrgri þjóð sem er tilbúin að taka þátt í að móta samfélög heimsins og takast á við vandann sem við okkur blasir.  Margir eru eflaust ósáttir við öryggisráðið og skilja ekki hvað við erum að gera með að eyða pening í þetta.  Ég tel þetta ekki eyðslu heldur meira sem fjárfestingu í að koma Íslandi á kortið.  Trúlega hefur þessi djúpa efnahagslægð áhrif á álit þjóða á Íslandi en ég spyr á móti - Hvaða þjóð er ekki að lenda í vandræðum í efnahagsmálum þessa dagana.

Ég vona svo sannarlega að við komumst inn í öryggisráðið því þá held ég að aðrir þjóðir komi óvænt inn í umræðuna um að lána Seðlabankanum því menn séu hræddir við þá stöðu sem Rússar gætu verið að koma sér í með því að lána Íslandi.  Við þurfum að efla tengsl okkar við þjóðir heimsins og er öryggisráðið einn liður í þeirri baráttu.

Áfram Ísland! 


mbl.is Hörð barátta um sæti í öryggisráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkominn heim Ingibjörg!

Það var virkilega gott að sjá loksins Ingibjörgu stimpla sig inn í vinnu allhressilega með grein í Morgunblaðinu í gær.  Mjög athyglisverð grein og ljóst að nú þurfum við að stíga skrefið umtalaða.

Bæjarmálafundur Samfylkingarinnar var í gær eins og aðra mánudaga og var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma.

Jafnaðarmenn á Akureyri lýsa yfir fullum stuðningi við þau sjónarmið sem formaður flokksins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur nýverið sett fram um Evrópusambandið.
 
Innganga í ESB er eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar. Með sama hætti og hin íslenska landsbyggð þarf á jafnaðarhugsjóninni að halda, er aðild að Evrópusambandinu efnhagsleg og félagsleg nauðsyn fyrir íbúa þessa lands.
 
Að loknum ragnarökum nýfrjálshyggjunnar, sem við nú verðum vitni að, verður ríkisstjórnin að skilgreina samningsmarkmið aðildarviðræðna vegna inngöngu í ESB. Að þeim loknum fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um fulla aðild að Evrópusambandinu og upptöku Evru sem framtíðar gjaldmiðils þjóðarinnar.
 
Samfylkingin á Akureyri, 60+ á Akureyri og Ungir jafnaðarmenn á Akureyri.
 
Segir allt sem segja þarf!

 


Akureyrarbær vill ekki borga strætó í Reykjavík.

Á fundi bæjarráðs í dag var tekin fyrir fyrirspurn frá Strætó bs. hvort að þeir vildu borga fyrir nemendur frá Akureyri í strætó á höfuðborgarsvæðinu.  Mér finnst þessi viðbrögð Akureyrarbæjar rétt og sendir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu tóninn.  Eftirfarandi er tekið úr fundargerð bæjarráðs:

2.          Strætó bs. - fyrirspurn um niðurgreiðslu fyrir akureyrska nemendur í háskólum í Reykjavík
2008080064
Erindi dags. 20. ágúst 2008 frá Þórunni Ingólfsdóttur þar sem óskað er eftir því að bæjarstjórnin gefi akureyrskum háskólanemum í Reykjavík kost á að fá fríkort í strætisvagnana þar.
Kostnaður við almenningssamgöngur á Akureyri er að fullu greiddur úr bæjarsjóði. Allir þeir sem þess óska geta ferðast með strætisvögnum Akureyrar án endurgjalds, þar á meðal nemendur í skólum Akureyrar sem búsettir eru í öðrum sveitarfélögum. Bæjarráð telur það ekki koma til greina að greiða einnig niður almenningssamgöngur í öðrum sveitarfélögum að óbreyttu. 

sjá fundargerð á: http://www.akureyri.is/stjornkerfid/fundargerdir/nyjustu-fundargerdirnar/baejarrad/2008/nr/11964

 


Flugvöllinn burt og í staðinn...

Þær eru að verða þreytandi þessar umræður um hvort að flugvöllurinn eigi að vera í Vatnsmýrinni eður ei.  Núverandi meirihluti í Reykjavík virðist vera fylgjandi því að flugvöllurinn víkji og er ég alveg tilbúinn að samþykkja það ef Akureyri verður eflt í staðinn til móts við höfuðborgina.  Þaað virðist nefnilega alltaf gleymast - hvað á fólkið á landsbyggðinni að fá í staðinn.  Fólk á landsbyggðinni þarf nefnilega að stóla á ýmislegt í Reykjavík eins og sérfræðinga, stjórnsýsluna og allra mikilvægasta Landspítalann.  Hvernig ætla menn t.d. að haga sjúkraflugi ef flugvöllurinn er fluttur?

Ef Reykvíkingar þyrftu að stóla á einhverja þjónustu á Akureyri - yrðu þeir sáttir ef flugvöllurinn yrði fluttur til Húsavíkur?  Ég held ekki. 

Ég er samt alveg til í að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni verður fluttur en um leið vil ég fá ýmislegt til Akureyrar. 

  • Stóreflt sjúkrahús
  • Stórflutning opinberra starfa og stofnanna
  • Efldar samgöngur(reyndar er Kristján Möller að vinna í því)

Með þessu þá eflist allur iðnaður og þjónusta á Akureyri og fyrirtæki sjá hag sinn í því að vera með höfuðstöðvar sínar á Akureyri eða meiri starfsemi og um leið vex Akureyri og dafnar og verður raunverulegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið.


Það getur ekki verið 8 ár

Á þessum degi árið 2000 gekk ég að eiga Dagbjörtu konu mína.  Ég man eins og þetta hafði gerst í gær.  Var þar til um miðja nótt að bóna bíllinn heima hjá tengdapabba í bílskúrnum í Borgarhlíð fyrir brúðkaupið en hafði rétt áður kysst konuna góða nótt en hún svaf hjá foreldrum sínum þessa nótt. 

Tveimur vikum áður hafði ég farið í aðgerð og átti að láta skipta á sárinu.  Fór upp á FSA um morguninn en var spurður hvort að ég kæmist ekki um tvö leytið því það væri alveg brjálað að gera.  Ég sagðist ekki getað komist þar sem ég ætlaði mér að vera viðstaddur mína eigin hjónavígslu.  Hjúkkurnur dóu ekki ráðalausar, heldur fékk ég saltvatn og allt tilheyrandi til að taka með mér og fékk mamma það hlutkesti að skipta um.

Ég mun alltaf muna þennan dag og þá sérstaklega þegar konan labbaði inn kirkjugólfið - VÁ!...þvílíka fegurð og útgeislun hafði maður aldrei séð áður.  Það féllu nokkur tár á þessari stundu.

Vil óska konunni minni innilega til hamingju með daginn og vil aðeins segja..."you ain't seen nothing yet".  Ég á samt ennþá erfitt með að trúa því að þessi tími hafi liðið svona hratt.  Fyrir mér er Dagga ennþá rétt tvítug.

Vil um leið óska systur minni til hamingju með daginn en hún er 22 ára gömul í dag...ég verð að líta við í kaffi til hennar á eftir.


Nýtt upphaf hjá Mogganum

Það fer ekki framhjá neinum að það er kominn nýr maður við stjórnvölinn á Mogganum.  Það er ekki laust við það að ferskir vindar blási um ritstjórnina.  Blaðið virðist léttara og allt í takt við nútímann.  Ólafur breytti Blaðinu á sínum tíma og bylti því og um leið jók lestur blaðsins.  Spurning hvort að þetta sé ekki orðin krafa hjá hluthöfum Árvakurs.  Vilji fá blað sem skilar hagnaði og er ekki málsvari ráðandi afla heldur almannahagsmuna eins og komið er að orði í Mogganum í dag.

 Vil óska áskrifendum og starfsfólki Morgunblaðsins til hamingju með þetta framfararskref sem stigið var með blaði dagsins í dag.


Að gera sín orð annara = Oddur Helgi

Las í Hríseyjarferjunni í dag grein eftir Odd Helga bæjarfulltrúa um innkaupareglur Akureyrarbæjar.  Þær reglur segja að það eigi að vera regla frekar en undantekning að fara með verk í útboð.  Oddur Helgi segir í grein sinni eitthvað á þá leið að meirihlutinn segi að farið sé frekar frjálslega með undantekningarákvæðin í reglunum og að ekki sé hægt að fara eftir þessum reglum þar sem þær eru meingallaðar.  Þegar ég las greinina þá fór ég að velta fyrir mér hvort að Oddur hefði lesið sömu fundargrein og ég af fundinum....eða fór ritari fundargerðinnar frekar frjálslega með það sem sagt var á fundinum.  Hann virðist gera sín orð sem hann bókar að orðum meirihlutans í greininni.  Því miður er greinin ekki inn á www.vikudagur.is

Í fundargerð bæjarráðs 17. apríl s.l. stendur:

8.          Innkaupareglur Akureyrarbæjar
2008020074
9. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 6. mars 2008, þar sem Oddur Helgi Halldórsson óskar eftir yfirliti um hvenær 17. grein Innkaupareglna Akureyrarbæjar hefur verið beitt, á árinu 2007 og það sem af er 2008.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar mættu á fundinn undir þessum lið.
Minnisblað lagt fram til kynningar.
       
Oddur Helgi Halldórsson lagði fram svohljóðandi bókun:
   "Það var tilgangur með setningu Innkaupareglna að útboð væri meginreglan.  Einnig sbr. bókanir við samþykkt fjárhagsáætlunar.  Ef við getum ekki farið eftir eigin reglum vegna þess að þær eru gallaðar, ber okkur að breyta þeim.  
Mér finnst undanþáguákvæði hafa verið túlkað frjálslega og er ekki sammála í öllum tilfellum.
Það ætti að vera vinnuregla þegar undanþáguákvæði er beitt að því fylgi skriflegur rökstuðnungur ásamt formlegu samþykki frá þeim aðila sem undanþáguna veitir."

Bókun meirihlutans er eftirfarandi:
   "Meirihluti bæjarráðs áréttar að undanþága frá útboði skv. 17. gr. Innkaupareglna Akureyrarbæjar hefur ekki verið veitt árin 2007-2008 nema ríkar ástæður hafi verið fyrir hendi.
Þær ástæður sem hafa réttlætt undanþágu eru af ýmsu tagi, en fyrst og fremst skýrist beiting undanþáguákvæðisins af þenslu á byggingamarkaði.  Akureyrarbær hefur í þessum tilvikum leitað til þeirra fyrirtækja sem hafa haft forsendur til að framkvæma verkið.
Vinna við endurskoðun Innkaupareglna bæjarins er hafin og þessi umræða sýnir nauðsyn þess."

Ég skil ekki túlkun Odds á orðum meirihluta samkvæmt greininni.  Kannski getur einhver frætt mig.


Magnað kvöld að baki

Það er alltaf skemmtilegt að gera eitthvað nýtt.  Í kvöld var ég veislustjóri á lokahófi Körfuknattleiksdeildar Þórs.  Þetta er í fyrsta skipti sem ég er veislustjóri.  Viku áður hafði ég verið kynnir á tónleikum sem knattspyrnudeildin var með vegna fimmtíu ára afmælis deildarinnar.  Veturinn í körfunni er búinn að vera frábær.  Við erum búnir að standa okkur gríðarlega vel og ljóst að uppbygging á félaginu gengur vel.  Félagið hefur verið í gríðarlegri sókn undanfarið og vona ég að knattspyrnan standi sig einnig vel í sumar og komist í deild þeirra bestu.

Það hefur verið gríðarlega mikið að gera undanförnu.  Það hafa allir verið að skipta yfir á sumardekkin og höfum við í Dekkjahöllinni ekki farið varhluta að því.  Elsta dóttir okkar missti svo fyrstu tönnina sína um daginn og er hún alveg að rífna úr monti.  Það er ekki spurning - maður verður að vera duglegri að blogga.  Konan er gjörsamlega að jarða mig í þessu.  Það horfir til betri vegar í þessu

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband