Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.1.2009 | 20:55
varaformaður, alþingismaður, bæjarfulltrúi og nemandi!
Óska Birki Jóni til hamingju með tilnefninguna í varaformanninn. Það eru þessir "tómstundaþingmenn" sem fara svolitið í pirrurnar á mér. Hvernig getur Birkir Jón einbeitt sér að því að leysa efnahagsvanda íslensku þjóðarinnar sem alþingismaður ásamt því að vera bæjarfulltrúí í Fjallabyggð, í viðskiptanefnd Alþingis, í efnahags- og skattanefnd Alþingis og auk þess að vera í MBA námi.
Nú ætla ég ekki að vera leggja Birki Jón í einelti þótt að hann liggi vel við höggi núna. Það er bara alltof mikið af "tómstundaþingmönnum" eins og Lára hafði bloggað um áður. Nú vil ég að hver og einn þingmaður sýni ábyrgð og einblíni á vandamál þjóðarinnar.
Það er mikið um þessa "tómstundaþingmenn" og finnast þeir í öllum flokkum og er flokkurinn minn engin undantekning.
Birkir Jón Jónsson nýr varaformaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2009 | 08:35
Af hverju ekki sniðganga vörur frá Ísrael?
Mér finnst þetta svolitið kaldhæðið að sjá þýsk náttúruverndarsamtök hóta því að íslenskar sjávarafurðir verði sniðgengnar af því að við ætlum okkur að veiða nokkra hvali og um leið skapa atvinnu fyrir landsmenn. Á sama tíma eru menn ekki að vinna í neinum svona málum út af Ísraelsmönnum. Ekki viðskiptabann eða fá menn til að sniðganga ísraelskar vörur.
Það er því ekki að ástæðulausu sem maður hugsar hvort að hvalir eru mikilvægari heldur en saklausir borgar Gaza svæðisins.
Hóta viðskiptabanni vegna hvalveiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2009 | 19:23
Að vera vinur vina sinna
Það er alltaf gott að gefa vinum sínum heilræði og vera hugsandi um velferð þeirra. Ingibjörg hafði með þessum orðum aðeins verið að gefa vinkonu sinni góð ráð er varðandi þennan fund þar sem henni er trúlegt annt um velferð vina sinna.
Að "vinkonan" skuli svo hafa stillt þessu svona upp á þessum fundi segir meira um Sigurbjörgu og hug hennar til Ingibjargar.
Ég treysti því alveg að Ingibjörg hafði ekkert vafasamt í huga með þessum orðum. Þannig vinnur hún ekki.
Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2009 | 09:27
Nóg komið!
Maður hefur ekki undan á að lesa fréttir um árásir Ísraelsmanna og tölur um hversu margir eru særðir. Nú þarf alþjóðasamfélagið að láta verkin tala en ekki bara tala.
Það er lítið sem við getum gert til að reyna að bæta ástandið nema þá helst að vera öflug að fordæma þessar árásir og fá aðrar þjóðir í lið með okkur. En það hefur Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra gert og staðið vaktina í þeim efnum.
Það sem er svo e.t.v. verst í þessu öllu er þátttaka Bandaríkjamanna í þessu öllu. Þeir beita neitunarvaldi í öryggisráði (þó ekki í nótt en neituðu að skrifa undir). Það skyldi þó ekki vera að stjórnmálaflokkar í Bandaríkjunum séu að fá stórar fúlgur í kosningasjóð frá þeim sem eru að framleiða vopnin og þá e.t.v. selja þau til Ísrael. Ég bara spyr.
Sprengdu hús fullt af fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 14:03
Þetta mátti 2004
Landsbankinn var þá með auglýsingu um Landsbankadeildina sem fjallaði um að spila fótbolta í aðalútibúi bankans. Elskar annars ekki Landsbankinn fótbolta?
sjá: http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&ba=leita&leit=landsbanki&id=1385
Spiluðu knattspyrnu í bankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2008 | 14:44
Mótmælendur verða líka að sýna ábyrgð
Þegar mótmælendur eru farnir að eyðileggja eignir þá segi ég stopp. Skemmdarvarga á að lögsækja. Ég hefði viljað sjá mótmæli í formi þess að setjast niður í anddyri Hótel Borgar eða/og mynda skjaldborg utan um Borgina. Einstaklega táknrænt. Hefði jafnvel mátt hafa skjaldborgina nokkuð þétta til að hindra að forsætisráðherra kæmist inn. Mótmæli án alls ofbeldis - Það er málið.
Come on - Kryddsíldinni lokið vegna skemmdarverka á tækjabúnaði. Ekki gott.
Beitti piparúða á mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2008 | 19:48
Ríkissaksóknari gæti kannski lært eitthvað
Ég legg til að embætti ríkissaksóknara fari í leiðangur til Ítalíu og skoði hvernig menn hafi haldið á málum þar á bæ. Miðað við hvernig þeim hefur tekist með Baugsmálið (sem þeir hafa sett á replay) og svo skattamál Jóns Ólafs þá treysti ég ekki þeim mönnum sem eru þar innanborðs til að fara fram með málefni bankahrunsins - enda má segja að dómsmálaráðherra hafi í raun lagt fram vantraust á þá með frumvarpi um sérstakan saksóknara í því máli.
En ég vona að þeir eigi einhvern pening aflögu til að senda menn í lærdóm til Ítalíu.
Stofnandi Parmalat dæmdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2008 | 08:39
Gerði Gissur sig vanhæfan um að segja fréttir frá fjármálalífinu?
Ég hlustaði á hann Gissur Sigurðarson fréttamann á Bylgjunni kl. 7.30 með helstu fréttir. Þar byrjaði hann að tala um bankana og hversu mikið menn vantreysta þeim í þjóðfélaginu. Hann talaði um skít í hverjum potti og að það kæmi ekki til greina að lífeyrissjóðir ættu að koma að í endurreisn bankanna þar sem sömu stjórnendur séu í bönkunum og voru áður og að menn skipti ekki um móral á einni nóttu. Hann bar þetta saman við fanga sem hafa setið í fangelsi en fara samt og fremja lögbrot. Munurinn er að bankamennirnir hafa ekki setið í fangelsi og hugsað um hvað það hefur gert.
Ég var mjög hissa á að heyra þetta frá Gissuri. Hann hefur oft verið beittur en að fréttamaður á stærstu útvarpsstöð landsins skuli láta svona út úr sér...ég tel að hann hafi með þessum orðum sínum gert sig hrikalega vanhæfan til að fjalla um fjármálalíf landsins.
Ég er sammála honum að þarna þurfi að taka meira til heldur en hefur verið gert en það gerir það hinsvegar ekki í lagi að fréttamaður skuli hafa talað svona.
Reikna með að þátturinn komi inn á visir.is fljótlega eftir þáttinn.
15.12.2008 | 08:43
Til hamingju Húsvíkingar! Nú er tækifærið!
Ég vil nýta tækifærið og óska Húsvíkingum innilega til hamingju með þessa ákvörðun. Húsvíkingar hafa verið steyptir í þeirri skoðun sinni að það eigi að rísa álver á Bakka en upp á síðkastið hafa Alcoa menn dregið lappirnar og á meðan átti orkan að vera eyrnamerkt Alcoa.
Nú hafa Landsvirkjun og Þeystareykir ákveðið að leita að öðrum orkukaupanda og ég tel að það verði ekki vandamálið að selja orkuna. Ég vil hinsvegar sjá að þessi orka sem verður til þarna verði nýtt í atvinnuuppbyggingu á Bakka eða þar í nágrenni.
Ég var á fundi um daginn með formanni iðnaðarnefndar og framkvæmdarstjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) og veit ég ekki betur en að þau hafi sömu skoðun og ég um nýtingu orkunnar á svæðinu og var Magnús Ásgeirsson framkvæmdarstjóri AFE með ákveðnar hugmyndir í þessum málum og vona ég svo sannarlega að Húsvíkingar, Þeystareykir, Landsvirkjun og AFE setjist niður og komi með aðgerðaráætlun Húsavík til heilla!
Eyjafjörður mun óhjákvæmilega fá töluvert út úr því að Húsavík fái stóriðju og því alveg sjálfsagt að sveitarfélögin setji kraft í að finna annað en álver.
Koma svo!
Hætt við stækkun í Straumsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2008 | 22:27
Sé þetta rétt þá skuli Forsætisráðherra og Fjármálaráðherra segja af sér!
Ég ætlaði ekki að trúa því sem Sigurður G fyrrum stjórnarmaður Glitnis skellti fram í Ísland í dag í kvöld. Þar sagðist hann vita að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hefðu látið ríkissjóð leggja 11 milljarða í sjóð 9 hjá Glitni þar sem Illugi Gunnarsson hefði verið stjórnarmaður. Ríkissjóður hefði keypt 11 milljarða í verðlausum bréfum til þess að "bæta stöðuna". Þetta hafi allt verið gert EFTIR að sjóðnum hafi verið LOKAÐ. 11 MILLJARÐAR AF OKKAR PENINGUM!
Frétt vísis: http://www.visir.is/article/20081112/FRETTIR01/441518758/-1
Ég vona svo sannarlega að þetta sé ekki satt. Almenningur hefur ekki mikið álit á stjórnmálamönnum í þeirri stöðu sem er í dag. En komi í ljós að þetta sé satt þá hefur Geir Haarde með hjálp Árna Matt þurrkað út Sjálfstæðisflokkinn. Þá eiga þessir menn að sjá sóma sinn í því að segja af sér og boða til kosninga því þeir ásamt Sjálfstæðisflokknum hafa ekki traust kjósenda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar