Af hverju ekki sniðganga vörur frá Ísrael?

Mér finnst þetta svolitið kaldhæðið að sjá þýsk náttúruverndarsamtök hóta því að íslenskar sjávarafurðir verði sniðgengnar af því að við ætlum okkur að veiða nokkra hvali og um leið skapa atvinnu fyrir landsmenn.  Á sama tíma eru menn ekki að vinna í neinum svona málum út af Ísraelsmönnum.  Ekki viðskiptabann eða fá menn til að sniðganga ísraelskar vörur. 

Það er því ekki að ástæðulausu sem maður hugsar hvort að hvalir eru mikilvægari heldur en saklausir borgar Gaza svæðisins.


mbl.is Hóta viðskiptabanni vegna hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Eða Bretlandi?

Hörður Einarsson, 14.1.2009 kl. 09:43

2 identicon

Afhverju ættu þýsk náttúruverndarsamtök að krefjast sniðgöngu á ísraelskum vörum?

Hvalveiðar eru bannaðar, nema í vísindaskyni. Ef hvalir eru veiddir í gróðaskyni má alveg búast við því að þurfa að horfast í augu við afleiðingar, sem þessar.

Matthías (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 09:43

3 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Manndráp eru líka bönnuð. Í öllum tilvikum, sérstakalega í vísindaskyni. Nema í stöku ríkjum af mannúðarsjónarmiðum (líknarmorð) auk þess sem sum ríki gefa sjálfum sér rétt til þess að deyða eigin borgara fyrir misalvarleg brot gegn réttvísinni.

En hvort telur fólk alvarlegra, dráp á hundruðum manna, kvenna og barna eða dráp á nokkrum hvölum?

Greinilegt hvað Matthíasi finnst. En er það almenn skoðun?

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 14.1.2009 kl. 10:55

4 identicon

Það er ekki greinilegt á þessu svari mínu hvað mér finnst um ofbeldi. Ég er á móti ofbeldi, hvort sem það er framið á mönnum eða dýrum.

Matthías (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 11:18

5 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Veiðar á dýrum til matar er ekki ofbeldi.

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 14.1.2009 kl. 11:26

6 identicon

Þegar þú drepur annan einstakling ertu að beita hann ofbeldi.

Matthías (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 11:46

7 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Dýr eru ekki einstaklingar.

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 14.1.2009 kl. 12:36

8 identicon

ein-staklingur, -s, -ar K 1 persóna, einstakur maður, einstakt dýr, einstök planta.

Matthías (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 16:39

9 Smámynd: Jóhann Jónsson

Ég vona að einhverjir geti bent mér á einhver samtök sem berjast fyrir því að fólk sniðgangi ísraelskar vörur eða þá jafnvel bandarískar eftir stuðningsyfirlýsingu George Bush til Ísraelsmanna.  Mér fannst bara sniðugt að Morgunblaðið skuli koma með þetta.  Hvernig er það annars - Eru menn hættir að segja fréttir frá Gaza.  Er þetta ekki lengur "spennandi"?

Jóhann Jónsson, 15.1.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband