Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.3.2008 | 17:59
Mögnuð ráðstefna á mögnuðum degi
Vil byrja á því að óska syni mínum innilega til hamingju með daginn. Gleðiboltinn minn er þriggja ára í dag og auk þess er Dóra frænka þrítug. Til hamingju öllsömul.
Ráðstefnan Bleik orka var svo í dag og heppnaðist gríðarlega vel. Vil þakka öllum sem komu á ráðstefnuna en Jóhanna Sigurðardóttir setti ráðstefnuna í morgun. Nánar seinna!
7.3.2008 | 16:06
Mætir þú ekki alveg örugglega?
2.3.2008 | 21:27
Eigum við ekki aðeins að staldra við?
Eftir bæjarmálafund s.l. mánudag þá hef ég verið að hugsa mikið um orð hans Ásgeirs Magnússonar. Ásgeir er maður með mikla reynslu úr heimi stjórnmála og atvinnulífs og starfar í dag á Skrifstofu Atvinnulífsins á Akureyri. Hann nefnir að við eigum að snúa úr vörn í sókn. Ég er þó ekki að tala um fótbolta heldur um málefni flugvallarins í Vatnsmýrinni og hvernig við Akureyringar getum komið að máli. Þetta er miklu meira og stærra mál heldur en bara einn flugvöllur. Þetta er tenging landsbyggðar við stjórnsýsluna í Reykjavík, við lækna og sérfræðinga í Reykjavík, við atvinnulífið vegna stærðar markaðarins og þannig mætti lengi telja. Er því ekki tilvalið að staldra við og skoða heildarmyndina? Er Landsspítalanum jafnvel betur settur á öðrum stað þegar flugvöllurinn er farinn úr Vatnsmýrinni? Eigum við frekar að byggja upp Landsspítala í Keflavík? Eigum við að setja upp hraðlest KEF - REK? Því ekki Akureyri - Reykjavík? Það vakna margar spurningar...
29.1.2008 | 09:01
Spaugstofan og sápuóperan "Við tjörnina"
Ég horfði á fyrsta skipti í Spaugstofuna á þessum vetri og verð ég að segja að ég skemmti mér konunglega yfir þessu. Ég ætla ekki að tína til 6927 ástæður þess hvers vegna Spaugstofan var góð en hún fór vel í gegnum þessa sápuóperu sem var í síðustu viku í ráðhúsi Reykjavíkur.
Eitt sem vekur furðu mína er hvernig Ólafur F kom úr helginni. Í forsíðugrein í Mogganum var haft eftir Ólafi F. að veikindi hans séu hans persónuleg mál - OK gott mál. Seinna í sömu grein biður hann um að fólk sýni sér skilning vegna veikinda hans. Þetta er í einu og sömu greininni. Til að toppa þetta þá er hann í opinskáu viðtali í 24 stundum um veikindi sín. Hvernig væri að vera samkvæmur sjálfum sér.
Sá maður sem kemur sterkastur út úr þessu valdabrölti Sjálfstæðisflokksins er Dagur B. Eggertsson fyrrum borgarstjóri í Reykjavík. Hann hefur haldið sinni virðingu og talar yfirvegað um þessi mál. Hann er að koma gríðarlega sterkur út á meðan Villi Þ. er í því að reyna að tortíma Sjálfstæðisflokknum í borginni. Ég fagna svo samstöðu Tjarnarkvartettsins og vona að Samfylkingin verði í öflugri stjórnarandstöðu og ég veit að flokkurinn fer ekki að leggjast jafn lágt og Sjálfstæðisflokkurinn.
Ég vil að lokum fagna þeim mótmælum sem voru í ráðhúsinu í síðustu viku. Nauðsynlegt að sýna ráðamönnum að þeir komist ekki upp með hvað sem er. Ég hef heyrt í mörgum og séð marga skrifa um þessi "skrílslæti". Loksins fóru Íslendingar og mótmæltu í stað þess að hver og einn kvartar í sínu horni og ekkert gerist. Við eigum að vera mikið öflugri í okkar mótmælaaðgerðum og vona ég að þetta sé rétt aðeins byrjunin á þessu. T.d. ef mjólkin mundi hækka í verði - mundum við hætta að versla mjólk í viku til að mótmæla þessu - Nei, Íslendingar láta allt yfir sig ganga.
Að lokum - Takið frá 8. mars. Nánar síðar!
15.1.2008 | 23:40
Er bæjarpólitíkin að standa sig?
Velti annað slagið fyrir mér - Af hverju er ekki meira um að vera á Akureyri heldur en raun ber vitni. Hvar eru fyrirtækin þar sem vantar sérmenntað starfsfólk? Af hverju nota fyrirtæki í Kauphöllinni sér það ekki og vera með höfuðstöðvar á Akureyri?
Ég held að undanfarin 12-16 ár hafa menn á Akureyri verið í frígírnum og vona eftir því að eitthvað gott gerist. Þetta byrjaði þegar bæjarstjórnin seldi hlut Akureyrarbæjar í ÚA til SH og fékk í staðinn 80 störf flutt til Akureyrar (og held ég að sum störfin hafi verið talin tvisvar ef ekki þrisvar til að ná upp í 80). ÍS aftur á móti bauð okkur það að reisa höfuðstöðvar sínar á Akureyri. Kosturinn við það var að fá hálaunuð störf til bæjarins sem skilar sér svo í hærri skatttekjum o.s.frv. En því miður fyrir Akureyri varð SH ofan á.
Svo virðist sem bæjarstjórnin sé að átta sig á þessu hlutleysi sínu og eru við það að setja í fyrsta gír með starfsemi aflþynnuverksmiðju á Krossanesi. Síðan heyrir maður að Kjarnafæði sé svo að byggja risahúsnæði á Svalbarðseyri þar sem þeir fái ekki lóð á Akureyri. Þeir hafi verið búnir að sækja eftir því að fá lóð í töluverðan tíma en svo virðist vera að starfsmenn bæjarins á Skipulagsdeildinni séu steinsofandi.
Það skiptir máli fyrir bæjarfélag sem ætlar sér að verða mótvægisafl við Reykjavík að allir starfsmenn séu á tánum til að tryggja bestu þjónustuna. Það er ekki nóg að auglýsa að hér sé best að búa heldur þurfa menn að eiga inni fyrir þeirri yfirlýsingu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.1.2008 kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2008 | 08:53
Ekki klikkar Möllerinn
Vaðlaheiðargöng strax sagði Kristján Möller fyrir síðustu kosningar. Hann er núna búinn að vera í embætti í 8 mánuði og lítur út fyrir að byrjað verði nú fljótlega á þeim. Vaðlaheiðargöng eru framar á framkvæmdaáætlun heldur en tvöföldun Suðurlandsbrautar og Sundabraut.
Haltu áfram þessu góða verki sem þú ert að vinna Möller.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.1.2008 | 11:53
Gleðilegt ár öllsömul
Vil byrja á því að óska öllum gleðilegs árs og þakka samstarfið á liðnu ári. Gamlársdagur gekk sinn vanagang. Byrjaði morguninn kl. 6 á því að bera út Morgunblaðið en er nú búinn að bera út Morgunblaðið í 9 mánuði og líkar það vel enda með þægilegt hverfi og klukkutíma göngutúr á hverjum morgni áður en maður fer í vinnu kemur manni vel í gang. Unnið í Dekkjahöllinni til 12 og er ég að vinna í markaðsmálum vegna 2008.
Fórum heim og svo snæddur dýrindiskalkúnn hjá Tengdó. Klikkaði hann ekki á eldamennskunni frekar en fyrri daginn. Horfðum á skaupið hjá mömmu og pabba og var ég þokkalega ánægður með skaupið. Góðir punktar þarna inná. Það sem situr í manni er t.d. Ingibjörg Sólrún að ræða við Össur um mótmælendurna og segja hversu lítið þeir þurfa að gera svo að hún skrifi ekki undir en það vanti bara að þeir ati á hana aur og rispi bílinn svo að hún hætti við. Góður! Hundurinn Lúkas fékk svo sinn skerf - var alveg inneign fyrir því.
Eftir að hafa kveikt á blysum og horft á flugeldasýningar hjá öðrum þá var förinni heitið heim þar sem var spilað frameftir nóttu og komu þar valinkunnir snillingar.
Ég vil svo fagna tilskipun heilbrigðisráðherra um að fella niður komugjöld barna yngri en 18 ára á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum en það er alveg í takt við það sem Samfylkingin prédikaði fyrir kosningarnar s.l. vor. Frábært alveg hreint.
30.12.2007 | 23:44
Á ég að skila konfektkassanum?
Horfði á silfur Egils í dag og var skemmtilegt að sjá hversu margir töldu það að Samfylkingin komst til valda væri það besta sem hafði gerst á þessu ári. Egill spurði hvort að þeir hefðu skilað vínflöskunni sem Landsbankinn hafði sent ráðherrum. Ég fór því að velta fyrir mér hvort að ég ætti að skila konfektkassanum sem ég fékk sendan frá Toyota.
Var hinsvegar í kvöld á Spilakvöldi Ungra Jafnaðarmanna á Akureyri. Var að sjálfsögðu rætt aðeins um stjórnmál og svo spilað Friends spilið. Ég þakka öllum þeim sem mættu í kvöld. Þetta var gríðarlega gaman.
27.12.2007 | 13:24
Við erum einstök
Heyrði í fréttum í morgun að jólaverslun í Bandaríkjunum hefði verið afburðaléleg. Bandaríkjamenn halda að sér höndum þar sem efnahagsástand er í óvissu vegna húsnæðislánanna og afskrifta bankanna vegna þessa. Á sama tíma eru stýrivextir í hæstu hæðum hér á Íslandi, bankarnir græða aldrei sem fyrr á kaupgleði okkar. Ég bjóst við því að við Íslendingar værum nú með eitthvað vit í kollinum og mundum aðeins að minnka við okkur á þessu fylleríi sem við erum í. Aldeilis ekki - heldur jókst kortanotkun Íslendinga um 20% núna í desember.
Hefðum við haldið að okkur höndum ef Davíð Oddsson hefði hækkað stýrivextina ennfrekar í síðustu viku? Ég held ekki. Íslendingar haga sér ekki í takt við hagfræðikenningar - við erum undantekningin sem sannar regluna.
12.11.2007 | 14:22
RÚV af auglýsingamarkaði
Birti hér grein eftir mig sem birtist af politik.is og uja.is í dag.
Ég vil byrja á því að fagna samningi Ríkisútvarpsins ohf. og Björgúlfs Guðmundssonar um að tvöfalda framlag til kaupa á leiknu íslensku efni. Mér finnst frábært að menn skuli sjá sér hag í því að styrkja eins mikilvægt málefni og íslensk leiklist er. Það sem mér hinsvegar gremst er að með þessum samningi er RÚV að styrkja stöðu sína á auglýsingamarkaði og þar um leið að styrkja sig í samkeppni við fyrirtæki á almennum markaði. RÚV getur því boðið upp á meiri íslenska þáttagerð sem eftirsóknarvert er að auglýsa hjá.
Ég er hissa á því að hlutafélag í eigu íslenska ríkisins sé að styrkja sig í baráttunni á íslenskum auglýsingamarkaði með þessum hætti og gerir því öðrum fyrirtækjum erfiðara um vik að selja auglýsingar og í raun breyta landslaginu á auglýsingamarkaðnum. Hvaða sjónvarpsstöð væri ekki tilbúin að fá 2-300 milljónir inn á borð til sín til að kaupa leikið efni og um leið styrkja stöðu sína á auglýsingamarkaði?
Ég vil því sjá RÚV hverfa á brott af auglýsingamarkaði þar sem fyrirtæki í opinberri eigu á ekki að vera í samkeppni við önnur fyrirtæki. Á árinu 2005 var RÚV að taka inn 970.501.090 kr í auglýsingar og kostun samkvæmt ársreikningi stofnuninnar en hann er aðgengilegur á vefnum ruv.is. Brotthvarf RÚV getur aukið samkeppni á markaðnum og getur gert öðrum kleift að komast inn á þennan markað þar sem aðgangshindranir á markaðinn mundu þá minnka. Samtök auglýsenda hafa aftur á móti verið á móti brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði þar sem það gæti haft í för með sér hækkun auglýsingaverðs. Það getur vel verið svo en þess skal þó alltaf hafa í huga að auglýsandinn hefur val á að auglýsa. Séu menn ósáttir við verðið þá sleppa menn því að auglýsa eða auglýsa frekar annars staðar í öðrum miðlum.
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar