Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Léttvín og bjór í matvöruverslanir - Já takk!

Mér fannst ég verða setja niður eitthvað um þessa umræðu sem er alltaf í gangi.  Ég hef alltaf verið jákvæður út í þetta en undanfarið hafði ég ekki getað gefið ákveðna skoðun um þetta mál af því ég hafði ekki kynnt mér.  Ég fór því og skoðaði frumvarpið til að geta myndað mér skoðun.  Eitt af því sem ég vildi fá á hreint hvernig þetta yrði framkvæmt.

Til að byrja með þá þurfa verslanir að sækja um leyfi til viðkomandi sveitarstjórnar um að fá að selja áfengi.  Opnunartími þessara versluna má ekki vera lengur en til kl. 20 og afgreiðslufólk má ekki vera yngri en 20 ára.  Áfengi má ekki selja undir kostnaðarverði þ.e. með innkaupsverði, áfengisgjaldi og virðisaukaskatti.  Myndbandaleigur og söluturnar geta alls ekki fengið leyfi til að selja.  Ég er sáttur við þessa hluti.

Ég vil hinsvegar sjá upplýsingar um eftirlitið og refsingar hvað það varðar.  Séu verslanir ítrekað fundnar sekar um að brjóta þessar reglur þá verði leyfið afturkallað og þarf verslun að bíða í lágmark 6 mánuði til að fá leyfið aftur.

Vil biðja fólk að kynna sér málið.


Til hamingju með Daginn Reykvíkingar

Það má svo sannarlega óska Reykvíkingum öllum til hamingju með daginn.  Það má segja að þetta hafi verið gríðarlega stór dagur.  Ég var að tala við viðskiptavin í dag þegar ég þurfti á netið til að finna ákveðnar upplýsingar.  Er með mbl.is upphafssíðu og þá blasti þetta við mér - "Dagur næsti borgarstjóri".  Ég tók andköf og vissi ekki alveg hvernig ég átti að taka þessu.  Innst inni hafði ég vonað þetta en þótt að ég sé ánægður með að Dagur sé tekinn við þá er ég samt sem áður óhress með Björn Inga þarna inn - but what can you do?  Einn kostur við þetta er að hann sé ekki að vinna í hverri einustu nefnd á vegum Reykjavíkurborgar.  Reykvíkingar munu trúlega taka strax á málunum og má búast við að leikskólavandinn leysist fljótlega.  Spurning hvort að Villi sæki ekki um starf á einhverjum leikskólanumLoL.  Til hamingju Samfylkingarfólk um allt land.

Var svo á körfuboltaleik áðan þar sem Þórsarar sigruðu ÍR í hörkuleik 87-85 en þetta er fyrsti leikur Þórs í Icelandexpress deildinni.  Mágurinn minn og tengdapabbi vinna nú hörðum höndum að grein um leikinn sem birtist inn á thorsport.is


Við REIkjarvíkurtjörn

Þetta blessaða REI mál er heldur betur búið að snúast í höndunum á kóngunum Villa og Björn Inga.  Nú er málið hver er að ljúga að almenningi, Villi vs. Svandís (Vg) og svo forstjóri OR.  Ég verð að segja að Vilhjálmur er ekki að koma vel út úr þessu.  Annaðhvort er hann að ljúga að almenningi eða sé ekki að vinna vinnu sína (fylgjast með á fundum OR) og þá er hann ekki starfi sínu vaxinn.  Ekki spurning um að það eigi að stokka upp þarna í Rvík.  Spurning um að koma R-listanum aftur að völdum og þá fyrst væri hægt að leysa þennan vanda í leikskólum borgarinnar.

Davíð B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er á nákvæmlega sömu línu og ég.  Af hverju eru menn að ákveða að selja allt í einu.  Það er gífurleg vakning í heiminum í orkumálum og tel ég að REI hafi gríðarlegt samkeppnisforskot á önnur fyrirtæki vegna reynslu okkar Íslendinga.  Það væri gríðarlegt glapræði að selja hlutinn.  Séu menn gríðarlega hræddir um að tapa þessum 2,6 milljörðum þá eiga menn að selja fyrir 2,6 milljarða að markaðsvirði og þá í raun koma út á núlli.

Ég fagna ályktun ungra jafnaðarmanna í Reykjavík um málefni REI og hvet ég alla Reykvíkinga til að mæta á pallana í ráðhúsinu á morgun til að láta sína skoðun á ljós.

Ef allt klikkar þá mundi ég vilja að Norðurorka (félag í eigu Akureyrarbæjar) kaupi þennan hlutaWink


Metnaðarfull umhverfisnefnd

Var á bæjarmálafundi hjá Samfylkingunni í gærkveldi og var viðstaddur kynningu Jóns Inga á umhverfisnefnd bæjarins og verkefni bæjarins "Countdown 2010" sem kynnt var í síðustu viku í Danmörku.  Þetta verkefni er gríðarlega metnaðarfullt verkefni sem umhverfisnefnd er með í vinnslu hjá sér.  Þetta er endurheimt Glerárdals, endurheimt Hundatjarnar í Naustaborgum og endurheimt flórunnar í Hrísey.  Þetta verkefni verður vonandi kynnt Akureyringum á næstu vikum og skora ég alla Akureyringa og nærsveitunga til að lesa til um verkefnið og taka þátt í því. 

Ætla mér svo að verða duglegri við bloggið og helst á hverjum degi.  Sjáum til hvernig það gengur.


Hugmynd að auglýsingu fyrir Símann

Snilldarauglýsing sem Síminn gerði með 3G tæknina sem breytir sögunni.  Þetta auglýsir Símann vel en hinsvegar er spurning hvort að tæknin gleymist í allri þessari umræðu en umtalið fá þeir.  Mér datt því í hug hvort að það væri ekki hægt að taka dæmi nær okkur.

Davíð Oddsson er fyrir utan Þjóðleikhúsið og hringir í Árna Johnsen og spyr hvort að það sé ekki fundur.  Árni segist þá vera rétt ókominn og þá sést hvernig Árni kvittar fyrir móttöku á dúknum fræga og hann settur inn í bíllinn....

bara hugmynd.


Bónusgreiðslur fyrir góða hagstjórn?

Vorum að ræða þetta í vinnunni...vorum einmitt að velta því fyrir okkur hvort að þetta væri bónusgreiðslur vegna árangurs við beitingu stjórntækja Seðlabankans.  

Hvað hefði hækkunin verið há ef verðbólgan væri innan markmiða?

 


mbl.is Samþykkt að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr. á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta vísbending um að teknar verða upp ESB aðildarumræður?

Jón Baldvin sagði frá því í Íslandi í dag í kvöld að ástæða þess að hann tók að sér utanríkisráðuneytið á tímum Viðeyjarstjórnar var vegna þess að unnið var í málum EES samningsins og hann kláraður og vildi hann vera í því.   Því velti ég upp þeirri spurningu hvort að Ingibjörg sé að hugsa það sama og Jón Baldvin nema ISG ætlar sér í ESB?

Bara hugmynd...


mbl.is Ingibjörg Sólrún sögð verða utanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mbl.is farinn að ráðast á Sollu?

Var að skoða mbl.is og sá þá að þeir nota mynd af Ingibjörgu Sólrúnu með frétt um að maður hafi verið tekinn á 171 km hraða.  Þeir eru að sjá að Reykjavíkurbréfin og leiðararnir eru ekki að virka og eru því að fara nýjar leiðir í þessu.

mbl


Ríkisendurskoðun skoðar svo kaup

Þetta er að verða einn allsherjarskrípaleikur þetta mál.  Samgönguráðherra segir: "Ekki benda á mig - Þetta er skípasmiðastöðin".  Skipasmíðastöðin hætt að vinna við skipið skilst manni og svo er gamla ferjan biluð.  Svo vildi meirihluti samgöngunefndar ekki láta Ríkissendurskoðun skoða kaupin í kringum þetta.

Grímseyingar voru í raun tilneyddir að samþykkja þetta í gegn - Ég átti ekki til orð þegar ég heyrði sveitarstjóra Grímseyjarhrepps segja frá þessu á fundi í Grímsey .  Þeir voru á móti því að þetta skip yrði keypt en eins og hefur komið í ljós þá var þetta skip nær því að vera brotajárn en ferja.  Ég velti því þeirri spurningu upp - Átti einhver hagsmuna að gæta þegar þessi "ferja" var seld Vegagerðinni?

Vil hrósa Ríkissendurskoðanda fyrir það frumkvæði að taka þetta mál upp á sjálfsdáðum!  Maðurinn er greinilega að vinna vinnuna sína!


mbl.is Grímseyingar eru ennþá ferjulausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geiri sálarlausi?

Var að skoða Moggann í morgun og sá auglýsingu frá xd.  Var að velta fyrir mér hvort Geir væri orðinn sálarlaus.  Það er enginn skuggi af Geir á jörðinni, skugginn af garðbekknum sést en ekki af Geir. 

Auglýsi því eftir fólki sem hefur séð sjálfvirkar dyr opnast fyrir Geir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband