Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.5.2007 | 15:43
Viljum við þetta í raun og veru?
6.5.2007 | 21:37
Vg + D?
Ég hef heyrt menn verið að tala um það að háttsettir menn innan Vg og D hafa verið að endurnýja kynnin sín síðan Steingrímur J. og Geir hittust fyrr á árinu og að í raun sé búið að búa til stjórnarsáttmálann - sé bara formsatriði. Verði þetta að veruleika þá verður gaman að sjá hvað Guðfríður Lilja mun segja. Heyrði hana segja frá því í Silfri Egils að Vinstri grænir væru höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins, hugmyndafræðilega og á allan hátt. Spurning hvað hún segir ef þessir flokkar nái saman?
14.4.2007 | 15:02
Magnaðar umræður á landsfundi
Er staddur á Landsfundi Samfylkingarinnar í Egilshöll og er búinn að heyra magnaðar umræður á fundinum í dag. Það sem vakti athygli mína var Bjarni Ármanns. Hann var með góða ræðu um hversu rangt mat við erum með á hlutunum...Nefndi hann sem dæmi að laugardaginn fyrir pálmasunnudag þá fóru trúlega flestir Íslendingar á jeppum sínum og snjósleðum á fjöll. Hinsvegar hafi Norðmenn farið með fjölskyldu sína á gönguskíði. Tel ég mikið sannleikskorn í þessu hjá honum og ljóst er að við erum á rangri leið. Hinsvegar lýsi ég yfir ánægju minni með hana Bjarna í dag. Þið getið fylgst með á visir.is.
Samfylkingin sigrar í vor!
6.4.2007 | 23:38
Kýs Palli frjálslynda?
Horfði á X-factor áðan og er ég hrikalega ánægður með úrslitin. Það sem hinsvegar skyggði annars góðan þátt er sú aðferð Palla við að fá atkvæði fyrir Hara hópinn. Þetta minnti mig á Ísland fyrir Íslendinga - "Ég stend með mínu fólki" sagði Palli og "Áfram Ísland". Ég varð einstaklega hissa á Palla og bjóst ekki við að hann mundi láta svona . Úrslitin segja allt sem segja þarf - svona skilaboð fara ekki vel í íslensku þjóðina.
Ég var svo viðstaddur kosningafundinn á Stöð 2 miðvikudaginn var. Fengum við Samfylkingarmenn þrjá kjördæmakjörna í þessari könnun. Hinsvegar verð ég að segja að ég vorkenndi Valgerði Sverris í þessari útsendingu - mér fannst hún hafa komið verst út og eina sem hún gat talað um
Svo verður gaman að sjá hvernig frambjóðendum mun ganga í skíðasvigi á morgun en Íslensk verðbréf eru að halda upp á 20 ára afmæli sitt með hátið í Hlíðarfjalli. Hægt verður að fylgjast með þeim skíða laugardag kl. 16.
4.4.2007 | 16:59
Föstudagurinn langi, X-Factor og Vaðlaheiðargöng
Ég sá forsíðu Fréttablaðsins í dag og sá menn skammast yfir því að X-Factor og úrslit Fyndnasta mann Íslands séu haldin á Föstudeginum langa. Ég fagna því að menn séu farnir að hugsa um fjölskyldurnar í þessu máli. Á föstudaginn langa eru örugglega flestir foreldrar ekki í vinnu og því um að gera að vera með eitthvað þennan dag svo að fjölskyldur landsins geti skemmt sér yfir einhverju öðru en að sofa í sófanum eða horfa á myndina um Jesú Krist á RÚV (gleymi þessari mynd ekki þegar ég var ungur). Tel sjálfsagt að verslanir landsins séu lokaðar þennan dag en hinsvegar mega afþreyingarstöðvar vera opnar eins og bíó, leikhús, skíðasvæði, sundlaugar o.s.frv.
Ég veit að konan mín er ósammála mér og talar um að fólk sé hætt að halda þennan dag hátíðlegan. Því miður þá vinna Íslendingar alltof mikið og því eru svona frí kærkomin til að endurheimta tengslin við fjölskylduna
Hérna á Akureyri er svo búið að vera yndislegur dagur. Í gær kom svo oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi kynnti þær áætlanir að Samfylkingin vill fara í Vaðlaheiðargöng og það sem allra fyrst. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristján hér
Svo í kvöld fer ég og fylgist með sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sem fjallar um kosningarnar hérna í Norðausturkjördæmi. Hvet alla til að fylgjast með hvort sem er á Stöð 2 eða á www.visir.is
3.4.2007 | 23:39
Æi greyið!
Ég varð einstaklega hissa þegar ég flétti Fréttablaðinu s.l. sunnudag og sá auglýsinguna frá Frjálslynda flokknum. Það fyrsta sem kom upp í hugann - guð minn almáttugur, ég trúi ekki að þeir ætli sér í þennan pakka. Hvar værum við ef við hefðum ekki þetta fólk til að bjarga okkur á þessum þenslutímum. Samkvæmt Vinnumálastofnun voru 2.120 manns á atvinnuleysisskrá þann 3. apríl. Mig minnir að það séu um 12.000 erlendir starfskraftar á Íslandi. Hvar værum við ef við hefðum ekki haft alla þessa hjálp? Auðvelt svar - Í enn meira svartnætti en við erum stödd í núna. Ég sá svo skrifað einhvers staðar að Magnús Þór hefði á sínum tíma verið á móti þessari aðlögun sem var sett um hindraðan aðganga vinnuafls. - Hvað breyttist spyr ég - sáu menn að menn gátu híft upp fylgið með svona umræðu. Ég tel hinsvegar að þeir fái fleiri á móti sér heldur en með sér og geta fengið óþægilegan stimpill á sig.
Var í hádeginu í dag staddur á súpufundi með þeim Össuri og Ingibjörgu Sólrúnu. Þar kynntu þau stefnumál Samfylkingarinnar í málefnum barna og ungmenna sem ber heitið Unga Ísland. Ég verð að segja að þetta einstaka mál er með því besta sem ég hef séð stjórnmálaflokk koma fram með. Vil ég biðja flesta að kynna sér þetta mál.
Eitt sem ég hef mikinn áhuga er ESB aðild. Ég hef ekki gert upp með mér hvort að við eigum að ganga inn í ESB en mér finnst að við eigum að hefja viðræður og svo setja það í þjóðaratkvæði. Á þessum súpufundi kom fram m.a. að þessi rök um að ef við förum í ESB þá koma hérna ryksuguskip og tæma miðin okkar eru ekki á rökum reistar. Enda tel ég vitlaust að koma með svona rök gegn aðild áður en farið er í viðræður. Með því að við förum í viðræður þá eigum við að geta komist að niðurstöðu um ESB.
Ég vil svo benda á niðurstöður könnunar sem birt var á fundi Skólanefndar hjá Akureyrarbæjar í gær. Formaður skólanefndar skýrði okkur frá þessum niðurstöðum í gær. Hægt er að sjá viðtal við hana hér.
29.3.2007 | 15:05
Verða fæðingar á Akureyri að fara fram í Reykjavík í sumar?
Fór í gær með þeim mætu mönnum Kristjáni L. Möller og Einar Má Sigurðarsyni í vinnustaðaheimsókn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ljóst er að vandi FSA er stór en eins og staðan er í dag þá eru líkur á því að það verði að LOKA fæðingardeildinni á Akureyri í sumar. Þetta mundi ég segja að væri mjög aðkallandi vandamál sem yrði að leysa strax - ekki á eftir, heldur strax. Hvaða áhrif hefur þetta fyrir fjórðunginn. FSA á að vera í stakk búið að taka á móti öllum fæðingum í fjórðungnum en vandamálið er það að það fást engar ljósmæður til starfa á deildinni í sumar og því þyrfti trúlega að senda töluvert af fólki suður til eignast börnin þar. Af hverju gengur svona illa að fá ljósmæður til vinnu?
Ljósmæður leitast eftir því að geta starfað á heilsugæslu og fá betur borgað fyrir það að vera í "skrifstofuvinnu" heldur að vera til taks á fæðingardeildinni og vera tilbúinn að bjarga mannslífum með viðbrögðum sínum. Ég get alveg skilið ljósmæðurnar, hver væri ekki tilbúinn að fá meiri borgað fyrir þægilegri vinnu. Sem dæmi á Austurlandi eru átta ljósmæður en aðeins ein þeirra vinnur við fæðingar.
En hvar liggur hundurinn grafinn? Kjarasamingurinn við ríkið er barn síns tíma. Sveitarfélögin eru að borga betur en ríkið og þess vegna leita ljósmæður þangað. Mér nægir t.d. að líta til konu minnar þegar hún var að ákveða sig hvort að hún átti að vinna sem sjúkraliði á Dvalarheimilinu Hlíð eða á FSA. Málið var einfalt - launin voru mikið betri á Hlíð sem Akureyrarbær rekur heldur en á FSA sem ríkið rekur. Það er gífurleg undiralda tel ég í heilbrigðisstéttum í dag og varðar þetta einstaka mál við alla Norðlendinga. Ég kalla eftir viðbrögðum stjórnvalda - hvernig ætla þeir að leysa þetta.
Að lokum vil ég þakka þeim stjórnendum sem tóku á móti okkur í gær. Ég sá á þessum fundi hversu hæfa stjórnendur FSA hefur og er sjúkrahúsið okkar í góðum höndum en ljóst er að Fjármálaráðuneytið þarf að taka upp veskið til að laga þetta mál. Þetta skiptir okkur öllum máli.
29.3.2007 | 00:14
Betur má ef duga skal
Ríkisstjórn Íslands tilkynnti um stofnun ferðajöfnunarsjóðs og verður að segjast að þetta sé einstaklega gott framtak. Hinsvegar verð ég fyrir ákveðinni vonbrigði með þá upphæð sem sett er í þetta. Ég spurðist fyrir um hvað vinir mín í Þór eru að borga í ferðakostnað og þá bara yngri flokkar. Sætið í rútu fram og tilbaka til Reykjavíkur kostar um 5.000 kr. og eru farnar um 5 ferðir yfir árið. Á Akureyri eru um 700 iðkendur bara í fótbolta. M.v. þrjár ferðir á ári(yngri flokkar fara færri og þeir eldri oftar) þá eru foreldrar iðkanda í fótbolta á Akureyri að borga 10,5 milljónir í ferðakostnað á hverju ári. Þarna er ótalinn allur ferðakostnaður sem meistaraflokkar og 2. flokkar félaganna borga og þá einnig ferðakostnaður annarra greina.
Á Íslandi eru 69.153 iðkendur en hinsvegar 93.453 iðkanir(samkvæmt skýrslu Þórdísar um Hagrænt gildi íþrótta). Reiknum með 5.000 kr. ferðakostnaði á hverja iðkun. Það gerir 467.265.000 í ferðakostnað. Ég tel að þessi tala sé hinsvegar langt frá því að vera nærri raunveruleikanum og ljóst er að ríkisstjórnin getur gert mun betur.
17.3.2007 | 11:55
50% afsláttur af forstjóralaunum?
Í tilefni þess að Olíukóngarnir voru sýknaðir í Hæstarétti þá vil ég að forstjórar landsins sameinist og afsali sér 50% af launum sínum þar sem þeir hafa ekki þá ábyrgð sem þeir þykjast hafa og nota til að réttlæta ofurlaunin sín.
Þegar þessi rassía hófst þá fóru þeir strax að afsaka sig að þeir hefðu ekki gert neitt en aðeins undirmenn þeirra. Í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar og athæfi þessara olíukónga þá lýsi ég hér með eftir því að forstjórar axli ábyrgð á sínum fyrirtækjum ellegar veiti stjórnum félaganna leyfi til að lækka launin um 50%. Það besta er að það liggur fyrir játning frá þessum aðilum en samt segja þeir að þetta hafi ekki verið þeir.
16.3.2007 | 21:34
Mikið að gerast...og erum við rétt að byrja
Hef nú ákveðið að fara í að blogga aftur. Datt alveg út þegar þeir breyttu lykilorðunum. En nú verður maður að standa sig betur. Orðinn kosningastjóri Ungliða í NA kjördæmi fyrir Samfylkinguna og er starfið farið á fullt fyrir kosningarnar.
Núna á sunnudaginn förum við á fullt með því að bjóða íbúum á umræður um umhverfismál og svo fylgja því eftir með sýningunni á myndinni An Inconvenient Truth eftir Al Gore, fyrrum varaforseta Bandaríkjanna.
Morgundagurinn er svo vel planaður. Í fyrramálið er morguninn tekinn snemma og Mogginn borinn út. Kl. 14 er svo aðalfundur hjá Samfylkingarfélaginu á Akureyri sem maður mætir á.
Ég vil svo benda á að frambjóðandi Samfylkingarinnar sem eru í baráttusæti að mínu mati, Margrét Kristín Helgadóttir, verður í Glerártorgi á morgun og verður að bjóða fólki í bíó á sunnudaginn.
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar