Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
12.2.2007 | 18:20
Verð upptekinn 27. júlí n.k.!
Það er alveg á hreinu að ég verð upptekin 27. júlí. Snilldin ein!
10.2.2007 | 23:43
Ekki að ástæðulausu að Akureyri dregst aftur úr!!!
Var að lesa frétt á Vísi áðan um alþjóðlegan háskóla á Keflavíkurflugvelli. Í því tilfelli er talað um endurnýtanlega orku sem menn horfa mikið til sem námsefni í þessum skóla. Man eftir því að Akureyringar hafa talað um Orkuskóla í töluverðan tíma og ekkert gerist (tekur allavega langan tíma).
Nú hafa Keflvíkingar (a.k.a. Reykjanesbæingar) að fara á fullt með þennan skóla á varnarsvæðinu. Þetta sýnir enn og aftur hvað bæjarstjórnin getur verið sein í hlutunum. Sem dæmi má nefna þennan Orkuskóla, stækkun Akureyrarflugvallar (pressa meira á stjórnvöld í þessu máli), Akureyrarvöllur(og úthluta því svæði til fyrirtækis sem vill kaupa) og ekki síst umræður um Landsmót UMFI 2009 (en umræður fóru af stað í síðasta mánuði um hvar ætti að byggja upp frjálsíþróttavöll).
Ég vil sjá bæjarstjórnina taka meira af skarið og fara í það að framkvæma í stað þess að hugsa um eitthvað og setja það í nefnd sem gerir ekki neitt.
10.2.2007 | 00:17
Gott að búa í Kópavogi!
Fór á 8. súpufund Íþróttafélagsins Þórs á fimmtudaginn síðasta og var gestur fundarins Þórsari og uppalinn Akureyringur, Ármann Kr. Ólafsson forseti bæjarstjórnar Kópavogs. Umfjöllunarefnið var uppbygging íþróttamannvirkja í Kópavogi og verð ég að hrósa Ármanni fyrir hreint út sagt frábæra kynningu. Þar sá maður það svart á hvítu hvað það er gott að búa í Kópavogi. Þeir eru standa sig gríðarlega vel og greinilegt að mikill metnaður er þar á ferð. Skora ég á Þórsara að hafa næsta súpufund með stjórnarmönnum ÍRA (Íþróttaráðs Akureyrar) og fjalla um uppbygginguna hér á svæðinu.
Nú eru í gangi viðræður milli Þórs og ÍRA um uppbyggingu á Þórssvæðinu fyrir landsmót 2009. Ég vona að Akureyrarbær sýni þann metnað að ráðast í svæðið og gera það að einu stórkostlegu svæði fyrir landsmótið en ekki taka þetta í einhverjum smáskrefum. Gerum þetta að alvöru en ekki eitt stórslys eins og umhverfið í kringum Bogann er að verða. Þar var allt í einu ákveðið að breyta undirgöngum úr Hamri í Bogann þannig að nú komast ekki vélar sem eru í bílskúrnum í Hamri ekki út af svæðið. Göngin voru hækkuð svo að þau mundu standast kröfur um aðgengi fatlaðra svo að þeir komist á klósettið. Hinsvegar má reikna með því að einu skiptin sem fatlaðir koma til að horfa á leik í Hamri gætu verið í deildarbikarnum eða í einhverri keppni á vegum KSÍ. Þá aftur á móti mega áhorfendur ekki nota undirgöngin þar sem leikmenn og dómarar nota þessi göng. Ekkert klósett fyrir fatlaða er í Hamri nema það sem er í kjallaranum. Þetta er dæmi um skipulagsleysi hjá Akureyrarbæ. Svo til að bæta gráu ofan á svart þá á nú að fara að bæta við hitunargræjum í Bogann.
Ég spyr - hefði það ekki verið ódýrara að gera þetta að alvöru strax í upphafi í staðinn fyrir að alltaf að breyta og bæta. Þetta er t.d. hægt að læra af Kópavogi. Þess vegna vona ég að Akureyrarbær fari í svæðið á fullum krafti og geri það eins glæsilegt og hægt er fyrir Landsmótið. Að lokum vil ég benda á það að einstaklega fáir stjórnmálamenn mættu á þennan fund í Hamri (menn halda greinilega að menn geti ekkert lært af öðrum - heldur þurfi menn alltaf að finna upp hjólið)
2.2.2007 | 14:27
Frábær grein um skipulagsmál á Akureyri!
Vil benda mönnum á grein Jón Hjaltasonar um Skikafræði og Akureyrarvöllinn. Er mjög svo sammála honum og væri gaman að sjá hvað bæjarstjórnin vil gera í þessu. Í viðbót við greinina hans má svo bæta við að búið að er leyfa mönnum að gera teikningar á húsum á græna flötin við Bónus - Hvar endar þetta?
Greinin er þannig og birtist á http://www.vikudagur.is/?m=forsida&f=viewItem&id=141.
Skikafræðin og knattspyrnuvöllurinn við Hólabraut
Mér finnst rangt að láta við framsóknarmenn eins og þeir séu einhver ólíkindatól þótt þeir velti fyrir sér framtíð íþróttavallarins við Hólabraut og séu á báðum áttum um réttmæti þess að leggja hann niður. Það gerir engan að verri manni að skipta um skoðun.
Mér er minnisstæður afar fjölmennur fundur í Sjallanum þar sem mikill meirihluti gesta vildi verja völlinn fram í rauðan dauðann. Þá áttum við knattspyrnulið (kannski tvö) í efstu deild karlaboltans. Og það þori ég að fullyrða að ef við ættum þar fulltrúa í dag þá værum við ekki að deila um framtíð vallarins, hún væri trygg.
Virðum miðbæinn
Sjálfur hef ég verið tvístígandi. Var fyrst alveg á móti því að leggja af völlinn en lét um síðir bróður minn sannfæra mig um að þarna væri kjörið að setja niður einhverskonar afþreyingar- og leiksvæði. Kannski er þetta ekkert sniðugt. Ég skal viðurkenna að ég fæ stundum bakþanka. En að byggja þarna verslunarkjarna er misráðið. Hugmyndin er gegnsýrð þeirri hugmyndafræði sem undanfarin ár og áratugi hefur sett mark sitt á skipulag bæjarins og oftar en ekki til hins verra.
Árangurslaust hef ég reynt að finna þessari hugmyndafræði nafn - til bráðabirgða kalla ég hana skikafræði - en kjarni hennar er sá að nýbyggingin skal ekki taka mið af neinu öðru en stærð lóðarinnar undir henni.
Ég skal útskýra þetta með dæmum.
Við kvörtum yfir umferð á Þórunnarstræti. Hvað gerum við? Jú, við reisum stúdentagarða, leikskóla og tvær stórar blokkir við götuna.
Okkur finnst umferðarþunginn vera orðinn slíkur í bænum að það réttlæti lagningu bæjar-hraðbrautar fast við skólalóð Lundarskóla. Á sama tíma samþykkjum við að byggja stúdentagarða út við Síðu en á milli þeirra og háskólans verða að minnsta kosti tvenn erfið gatnamót að fara um.
Við predikum ágæti þéttingar byggðar en virðumst ekki átta okkur á að tilgangur stefnunnar er öðrum þræði að draga úr umferð. Þétting byggðar þýðir sem sagt ekki að byggja eigi á sem flestum grænum svæðum í bænum. Alls ekki.
Umferðarmarkmiðinu getum við líka náð (eða reynt að ná) með því að stjórna hvað er byggt hvar. Við getum til dæmis látið af þeirri villustefnu að drita niður háskólagörðum út um allan bæ. Þeir eiga að byggjast á Sólborgarsvæðinu. Og aldrei aftur látum við það henda okkur að byggja fyrir aldraða svo gott sem á skólalóð grunnskóla og fast við íþróttasvæði. Þvert á móti eigum við að kappkosta að þar búi fjölskyldufólk.
Við samþykkjum að byggja vaxtarræktarmiðstöð á lóð sundlaugarinnar, sem er í sjálfu sér ekki slæm hugmynd, en hvað um sundlaugina sjálfa? Hefði nú ekki verið réttara að skipuleggja svæði hennar til framtíðar áður en við ákváðum að planta þarna niður húsi? Jú, auðvitað. Það gefur augaleið, við eigum að horfa á stóru myndina, samhengi hlutanna, og markmiðin sem við viljum ná áður en við útdeilum einstökum byggingarreitum. En skikafræðin er hér alls ráðandi, í tíma, rúmi og anda.
Í anda segi ég og á þá meðal annars við það markmið okkar að vilja áfram búa í fallegasta bæ landsins. En höfum við nokkru sinni velt því fyrir okkur hvað það er sem gerir bæinn okkar svona fallegan? Háhýsin kannski? Nei, varla. Samt viljum við byggja slík sem flest. Og það helst í miðbænum. Við viljum beinlínis byrgja fyrir andlit bæjarins með háum húsum. Er þetta líkleg leið til að Akureyri haldi áfram að vera fallegasti bær landsins í augum Íslendinga?
Miðbærinn er viðkvæmt svæði. Fjögurra hæða blokkir, fast við Drottningarbrautina, eru háhýsi á því svæði.
Bílastæðabærinn
Lítum aftur á íþróttavöllinn. Það er í anda skikafræðinga að horfa á svæðið eitt og sér og ákveða að þar skuli koma verslunarmiðstöð, fjölskyldugarður og bílaplan. En hvað svo? Jú, við kíkjum á það seinna, segja stjórnvöld bæjarins. Hvað með framtíðarmarkmiðin? Til dæmis; Akureyri, grænn bær og fjölskylduvænn. Baldurshagi í gær, knattspyrnuvöllurinn í dag, tjaldstæðið á morgun. Hvað ætlum við að eiga mörg græn svæði í bænum eftir hálfa öld?
En fjölskyldugarðurinn, er mér svarað, hann er jú fjölskylduvænn, ekki satt? En ég spyr á móti, viljum við kosta því til að fá stærðar bílastæði í miðjan bæinn? Er ekki nóg að slíkt gerist á Gleráreyrum þar sem stóru landi hefur þegar verið umbreytt í bílastæði sem á enn eftir að stækka umtalsvert?
Og hvað varð skyndilega um umferðarþungann sem er okkur lifandi að drepa? Höfum hugfast að í miðbænum eiga í náinni framtíð að verða til 300 íbúðir, menningarhús, umferðarmiðstöð, tónlistarskóli og aragrúi nýrra verslana, fyrir nú utan fjölskyldugarðinn og verslunarmiðstöðina títtnefndu. Og Akureyringum sjálfum á eftir að fjölga umtalsvert.
Til að bæta gráu ofan á svart á að þrengja Glerárgötuna á kafla og jafnvel setja á hana brú (og verður mér þá orða vant þegar kemur að lyftu-brúar-hugmyndinni sem ekki á að hafa nein teljandi áhrif á umferðina að sögn sama manns og skammar framsóknarmenn fyrir staðfestuleysi). Stórkostlegur umferðarvandi er í uppsiglingu en skikafræðingar skeyta engu um slíkt, þeir hugsa eingöngu í núinu og stara sig blinda á reitinn sem er í umræðunni núna.
Hvað um að svara þó ekki sé nema þessum einföldustu spurningum, sem að vísu eru á skjön við skikafræðina: Hvernig á að koma besta vini okkar, bílnum, að og frá verslunarmiðstöðinni á íþróttavellinum? Hvað þarf hann stórt svæði undir sjálfan sig á meðan eigendurnir versla og leika sér í fjölskyldugarðinum?
Það er löngu orðið tímabært að bæjaryfirvöld á Akureyri láti af hinum leiða og beinlínis hættulega skikahugsunarhætti en hvernig verður það gert? Á hverju nærist hann? Það er spurning sem Akureyringar ættu að velta fyrir sér.
25.1.2007 | 17:27
Hvað á ríkið að eyða miklum pening í þetta mál?
Var að skoða hvað er búið að eyða í þetta mál og þá er það bara þetta mál...Ríkið var dæmt núna í Hæstaréttadómi til að greiða málskostnað Baugsmanna og var það líka í Héraðsdómi í þessu máli.
Í héraðsdómi voru þetta 57.674.294 og viðbættust svo 2.241.000 í Hæstarétti í dag. Samtals um 60 milljónir. Á þarna eftir að telja alla launakostnað hjá Ríkissaksóknara o.s.frv.
Legg til að sú upphæð sem fer í þetta Baugsmál verði dregið af framlagi Alþingis til stjórnmálaflokka og að ríkisstjórnarflokkarnir verði fyrir þessari lækkun!
Sakborningar sýknaðir í Baugsmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2007 | 00:22
Bankarnir bestir að hugsa um viðskiptavini sína!
Í fréttatilkynningu sem QCi sendi frá sér í síðustu viku um niðurstöður CMAT greiningartækis þá eru bankarnir bestir í því að hugsa um viðskiptavini sína. Þetta er mjög nákvæmt tæki og mælir sérstaklega á 13 mismunandi flötum um það hvernig fyrirtækið hugsar um viðskiptavininn. Niðurstöðurnar eru þannig:
How do business models and sectors compare?Average CMAT score | Highest assessed | Lowest assessed | |
Business-to-Consumer (BTC) Direct model | 40% | 68% | 17% |
Business-to-Business (BTB) | 35% | 61% | 20% |
Business-to-Consumer (BTC) Intermediated model | 33% | 56% | 16% |
Banking | 42% | 68% | 25% |
Retail | 38% | 48% | 25% |
Airlines | 38% | 43% | 29% |
Insurance | 37% | 62% | 16% |
Publishing & Media | 34% | 53% | 20% |
Telco | 32% | 45% | 19% |
Auto | 30% | 40% | 19% |
(All current assessments average | 36% | 68% | 16%) |
Hafi þið áhuga á að vita meira um CMAT þá endilega sendið mér póst
Eru ekki annars bankarnir bestir? - Er það ekki?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar