Á ég að skila konfektkassanum?

Horfði á silfur Egils í dag og var skemmtilegt að sjá hversu margir töldu það að Samfylkingin komst til valda væri það besta sem hafði gerst á þessu ári.  Egill spurði hvort að þeir hefðu skilað vínflöskunni sem Landsbankinn hafði sent ráðherrum.   Ég fór því að velta fyrir mér hvort að ég ætti að skila konfektkassanum sem ég fékk sendan frá Toyota. 

Var hinsvegar í kvöld á Spilakvöldi Ungra Jafnaðarmanna á Akureyri.  Var að sjálfsögðu rætt aðeins um stjórnmál og svo spilað Friends spilið.  Ég þakka öllum þeim sem mættu í kvöld.  Þetta var gríðarlega gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hver annar en Ólína Þorvarðar og Sigurður G. töldu innkomu krata í stöðu framsóknar svona ánægulega. Jú Dr. Gunni.

Finnst þér virkilega að þú sem umfelgari .í litlu sveitaþorpi norður við Dumbshaf, sért í sömu stöðu gagnvart bílaumboði eins og allir ráðherrar í Þingvallabandalaginu gagnvart stærsta okurlánara landsins?

Þórbergur Torfason, 31.12.2007 kl. 00:10

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég horfði líka á Silfur Egils, hef alltaf gaman að heyra fólk skiptast á skoðunum. Svo var ég að horfa á Kryddsíldina áðan, kannski ræðum við um hana yfir góðri máltíð í kvöld. Mér finnst Guðni en vera sár þó hann viðurkenni það ekki. Svo er gott að hann getur auglýst bókina sína í leiðinni. Er ekki viss um að ég nenni að lesa hana, minnsta kosti ekki núna í skammdeginu.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.12.2007 kl. 16:08

3 identicon

Óska þér og þínum gleðilegs árs og þakka samstarfið á árinu sem er að líða. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:30

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Konfekt kassi frá Toyota..... þetta er greinilega allt saman eitt stórt samsæri.

Páll Jóhannesson, 1.1.2008 kl. 16:23

5 Smámynd: Jóhann Jónsson

Blessaður Þórbergur.  Vona að þetta sé sá sami og ég hafði mikil samskipti við árum áður þegar ég var í Getraununum hjá Þór.  Það voru e.t.v. ekki fleiri sem nefndu þetta í Silfrinu en þó nokkrir sögðu einnig nýi meirihlutinn í Reykjavík.  Skemmtilegt að sjá svo marga ánægða með að Samfylkingin skuli vera við völd.  Það birtist svo enn betur í skipun Heilbrigðisráðherra um að komugjöld fyrir börn yngri en 18 skulu vera felld niður á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum.  Alveg í takt við stefnu Samfylkingarinnar Unga Ísland sem kynnt var fyrir kosningarnar í fyrra.

Ólöf:  Horfði ekki á Kryddsíldina en samkvæmt þeim sem ég hef rætt við þá voru umræður frekar daufar og allir til hlés eitthvað. 

Gísli:  Þakka kveðjurnar og óska þér einnig sömuleiðis gleðilegs árs og þakka ánægjulegt samstarf á árinu.

Palli: Toyota hugsar vel um sína.  Svo er spurning hvort að maður fái nokkuð konfektkassa næstu jól - býst ekki við að endurnýja bílinn á þessu ári.  Maður verður að hlýða Geir og Óla - Slaka á í eyðslunni og ekki eyða peningum í nýja hluti heldur nýta það sem maður á.

Jóhann Jónsson, 2.1.2008 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 16589

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband