Flugvöllinn burt og í staðinn...

Þær eru að verða þreytandi þessar umræður um hvort að flugvöllurinn eigi að vera í Vatnsmýrinni eður ei.  Núverandi meirihluti í Reykjavík virðist vera fylgjandi því að flugvöllurinn víkji og er ég alveg tilbúinn að samþykkja það ef Akureyri verður eflt í staðinn til móts við höfuðborgina.  Þaað virðist nefnilega alltaf gleymast - hvað á fólkið á landsbyggðinni að fá í staðinn.  Fólk á landsbyggðinni þarf nefnilega að stóla á ýmislegt í Reykjavík eins og sérfræðinga, stjórnsýsluna og allra mikilvægasta Landspítalann.  Hvernig ætla menn t.d. að haga sjúkraflugi ef flugvöllurinn er fluttur?

Ef Reykvíkingar þyrftu að stóla á einhverja þjónustu á Akureyri - yrðu þeir sáttir ef flugvöllurinn yrði fluttur til Húsavíkur?  Ég held ekki. 

Ég er samt alveg til í að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni verður fluttur en um leið vil ég fá ýmislegt til Akureyrar. 

  • Stóreflt sjúkrahús
  • Stórflutning opinberra starfa og stofnanna
  • Efldar samgöngur(reyndar er Kristján Möller að vinna í því)

Með þessu þá eflist allur iðnaður og þjónusta á Akureyri og fyrirtæki sjá hag sinn í því að vera með höfuðstöðvar sínar á Akureyri eða meiri starfsemi og um leið vex Akureyri og dafnar og verður raunverulegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Jói það er eitt stórt mál sem þeir sem vilja flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni og byggja þess í stað íbúðahverfi fyrir 20-30 þúsund íbúa - Samgöngur til og frá svæðinu. Í dag er allt í hnút í umferðinni þarna allt í kring, hvernig heldur þú að ástandið verði þegar menn hafa bætt við 20 þúsunda manna byggð? já ég held þeir ættu að draga þessa umræðu uppá yfirborðið og þá gæti verið að kæmi annað hljóð í skrokkinn.

Páll Jóhannesson, 27.8.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 16602

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband