Akureyrarbær vill ekki borga strætó í Reykjavík.

Á fundi bæjarráðs í dag var tekin fyrir fyrirspurn frá Strætó bs. hvort að þeir vildu borga fyrir nemendur frá Akureyri í strætó á höfuðborgarsvæðinu.  Mér finnst þessi viðbrögð Akureyrarbæjar rétt og sendir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu tóninn.  Eftirfarandi er tekið úr fundargerð bæjarráðs:

2.          Strætó bs. - fyrirspurn um niðurgreiðslu fyrir akureyrska nemendur í háskólum í Reykjavík
2008080064
Erindi dags. 20. ágúst 2008 frá Þórunni Ingólfsdóttur þar sem óskað er eftir því að bæjarstjórnin gefi akureyrskum háskólanemum í Reykjavík kost á að fá fríkort í strætisvagnana þar.
Kostnaður við almenningssamgöngur á Akureyri er að fullu greiddur úr bæjarsjóði. Allir þeir sem þess óska geta ferðast með strætisvögnum Akureyrar án endurgjalds, þar á meðal nemendur í skólum Akureyrar sem búsettir eru í öðrum sveitarfélögum. Bæjarráð telur það ekki koma til greina að greiða einnig niður almenningssamgöngur í öðrum sveitarfélögum að óbreyttu. 

sjá fundargerð á: http://www.akureyri.is/stjornkerfid/fundargerdir/nyjustu-fundargerdirnar/baejarrad/2008/nr/11964

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem sagt Þórunn þessi er hún starfsmaður Stætó eða nemandi?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 16602

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband