Magnað kvöld að baki

Það er alltaf skemmtilegt að gera eitthvað nýtt.  Í kvöld var ég veislustjóri á lokahófi Körfuknattleiksdeildar Þórs.  Þetta er í fyrsta skipti sem ég er veislustjóri.  Viku áður hafði ég verið kynnir á tónleikum sem knattspyrnudeildin var með vegna fimmtíu ára afmælis deildarinnar.  Veturinn í körfunni er búinn að vera frábær.  Við erum búnir að standa okkur gríðarlega vel og ljóst að uppbygging á félaginu gengur vel.  Félagið hefur verið í gríðarlegri sókn undanfarið og vona ég að knattspyrnan standi sig einnig vel í sumar og komist í deild þeirra bestu.

Það hefur verið gríðarlega mikið að gera undanförnu.  Það hafa allir verið að skipta yfir á sumardekkin og höfum við í Dekkjahöllinni ekki farið varhluta að því.  Elsta dóttir okkar missti svo fyrstu tönnina sína um daginn og er hún alveg að rífna úr monti.  Það er ekki spurning - maður verður að vera duglegri að blogga.  Konan er gjörsamlega að jarða mig í þessu.  Það horfir til betri vegar í þessu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Stóðst þig ágætlega í hlutverki veislustjóra. Takk fyrir kvöldið.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.4.2008 kl. 17:04

2 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

já elskan, þú varst bara fínn í þessu hlutverki, bæði á lokahófinu & á tónleikunum  Þú mættir alveg koma með fleiri blogg svo þú lítir betur út í þessari keppni þinni um bloggfærslur  Love you

Dagbjört Pálsdóttir, 27.4.2008 kl. 19:13

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þú varst bara bísna andskoti góður... takk fyrir

Páll Jóhannesson, 27.4.2008 kl. 21:42

4 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

hehe - greynilega ennþá smá skjálfti hjá þér því þú skrifar:

"Þetta er í fyrsta skipti sem ég er veislustjóri.  Viku áður hafði ég verið kynnir á tónleikum sem knattspyrnudeildin var með vegna fimmtíu ára afmælis deildarinnar."

Annars varstu bara fjári flottur í gærkveldi  

Rúnar Haukur Ingimarsson, 27.4.2008 kl. 22:30

5 Smámynd: Jóhann Jónsson

Þakka commentin...

Rúnar að sjálfsögðu var þetta körfuknattleiksdeildin sem var með þessa tónleika.  Ég vil enn og aftur þakka fyrir skemmtilegt kvöld.  Ég og konan skemmtu okkur vel.

Jóhann Jónsson, 27.4.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 16660

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband