Að gera sín orð annara = Oddur Helgi

Las í Hríseyjarferjunni í dag grein eftir Odd Helga bæjarfulltrúa um innkaupareglur Akureyrarbæjar.  Þær reglur segja að það eigi að vera regla frekar en undantekning að fara með verk í útboð.  Oddur Helgi segir í grein sinni eitthvað á þá leið að meirihlutinn segi að farið sé frekar frjálslega með undantekningarákvæðin í reglunum og að ekki sé hægt að fara eftir þessum reglum þar sem þær eru meingallaðar.  Þegar ég las greinina þá fór ég að velta fyrir mér hvort að Oddur hefði lesið sömu fundargrein og ég af fundinum....eða fór ritari fundargerðinnar frekar frjálslega með það sem sagt var á fundinum.  Hann virðist gera sín orð sem hann bókar að orðum meirihlutans í greininni.  Því miður er greinin ekki inn á www.vikudagur.is

Í fundargerð bæjarráðs 17. apríl s.l. stendur:

8.          Innkaupareglur Akureyrarbæjar
2008020074
9. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 6. mars 2008, þar sem Oddur Helgi Halldórsson óskar eftir yfirliti um hvenær 17. grein Innkaupareglna Akureyrarbæjar hefur verið beitt, á árinu 2007 og það sem af er 2008.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar mættu á fundinn undir þessum lið.
Minnisblað lagt fram til kynningar.
       
Oddur Helgi Halldórsson lagði fram svohljóðandi bókun:
   "Það var tilgangur með setningu Innkaupareglna að útboð væri meginreglan.  Einnig sbr. bókanir við samþykkt fjárhagsáætlunar.  Ef við getum ekki farið eftir eigin reglum vegna þess að þær eru gallaðar, ber okkur að breyta þeim.  
Mér finnst undanþáguákvæði hafa verið túlkað frjálslega og er ekki sammála í öllum tilfellum.
Það ætti að vera vinnuregla þegar undanþáguákvæði er beitt að því fylgi skriflegur rökstuðnungur ásamt formlegu samþykki frá þeim aðila sem undanþáguna veitir."

Bókun meirihlutans er eftirfarandi:
   "Meirihluti bæjarráðs áréttar að undanþága frá útboði skv. 17. gr. Innkaupareglna Akureyrarbæjar hefur ekki verið veitt árin 2007-2008 nema ríkar ástæður hafi verið fyrir hendi.
Þær ástæður sem hafa réttlætt undanþágu eru af ýmsu tagi, en fyrst og fremst skýrist beiting undanþáguákvæðisins af þenslu á byggingamarkaði.  Akureyrarbær hefur í þessum tilvikum leitað til þeirra fyrirtækja sem hafa haft forsendur til að framkvæma verkið.
Vinna við endurskoðun Innkaupareglna bæjarins er hafin og þessi umræða sýnir nauðsyn þess."

Ég skil ekki túlkun Odds á orðum meirihluta samkvæmt greininni.  Kannski getur einhver frætt mig.


Magnað kvöld að baki

Það er alltaf skemmtilegt að gera eitthvað nýtt.  Í kvöld var ég veislustjóri á lokahófi Körfuknattleiksdeildar Þórs.  Þetta er í fyrsta skipti sem ég er veislustjóri.  Viku áður hafði ég verið kynnir á tónleikum sem knattspyrnudeildin var með vegna fimmtíu ára afmælis deildarinnar.  Veturinn í körfunni er búinn að vera frábær.  Við erum búnir að standa okkur gríðarlega vel og ljóst að uppbygging á félaginu gengur vel.  Félagið hefur verið í gríðarlegri sókn undanfarið og vona ég að knattspyrnan standi sig einnig vel í sumar og komist í deild þeirra bestu.

Það hefur verið gríðarlega mikið að gera undanförnu.  Það hafa allir verið að skipta yfir á sumardekkin og höfum við í Dekkjahöllinni ekki farið varhluta að því.  Elsta dóttir okkar missti svo fyrstu tönnina sína um daginn og er hún alveg að rífna úr monti.  Það er ekki spurning - maður verður að vera duglegri að blogga.  Konan er gjörsamlega að jarða mig í þessu.  Það horfir til betri vegar í þessu

 


Mögnuð ráðstefna á mögnuðum degi

JóhannaVil byrja á því að óska syni mínum innilega til hamingju með daginn.  Gleðiboltinn minn er þriggja ára í dag og auk þess er Dóra frænka þrítug.  Til hamingju öllsömul.

Ráðstefnan Bleik orka var svo í dag og heppnaðist gríðarlega vel.  Vil þakka öllum sem komu á ráðstefnuna en Jóhanna Sigurðardóttir setti ráðstefnuna í morgun.  Nánar seinna!


Freyja besta frænka borinn til grafar í dag

Freyja besta frænkaKl. 14 í dag var jarðsungin frá Glerárkirkju Freygerður Guðrún Bergsdóttir eða Freyja besta frænka eins og við kölluðum hana.  Það var alltaf gaman að heimsækja Freyju í Höfðahlíðina.  Hún tók alltaf vel á móti manni og var algjör gullmoli.  Það sem lifir alltaf sterkt í minningunni var þegar maður fór með jólakortið til hennar þegar maður var krakki.  Við bönkuðum alltaf upp á því við vissum að Freyja mundi seilast upp í skápinn og ná í eitthvað góðgæti handa okkur.  Freyja var einstök manneskja og einstaklega hjartagóð.  Ég er betri manneskja eftir að hafa kynnst Freyju og efa ég ekki að hún hafi sömu áhrif á fleiri.

Votta öllum ættingjum hennar samúð mína og megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðum tímum. 

Hvíli Freyja besta frænka í friði.


Eigum við ekki aðeins að staldra við?

Eftir bæjarmálafund s.l. mánudag þá hef ég verið að hugsa mikið um orð hans Ásgeirs Magnússonar.  Ásgeir er maður með mikla reynslu úr heimi stjórnmála og atvinnulífs og starfar í dag á Skrifstofu Atvinnulífsins á Akureyri.  Hann nefnir að við eigum að snúa úr vörn í sókn.  Ég er þó ekki að tala um fótbolta heldur um málefni flugvallarins í Vatnsmýrinni og hvernig við Akureyringar getum komið að máli.  Þetta er miklu meira og stærra mál heldur en bara einn flugvöllur.  Þetta er tenging landsbyggðar við stjórnsýsluna í Reykjavík, við lækna og sérfræðinga í Reykjavík, við atvinnulífið vegna stærðar markaðarins og þannig mætti lengi telja.   Er því ekki tilvalið að staldra við og skoða heildarmyndina?  Er Landsspítalanum jafnvel betur settur á öðrum stað þegar flugvöllurinn er farinn úr Vatnsmýrinni?  Eigum við frekar að byggja upp Landsspítala í Keflavík?  Eigum við að setja upp hraðlest KEF - REK?  Því ekki Akureyri - Reykjavík? Það vakna margar spurningar...


Hvíldardagur MA

Ég lenti einmitt í þessum hvíldardegi á því ári 1996 (lr.) og var þetta skemmtileg tilbreyting að hafa svokallaðan hvíldardag.  Hinsvegar er gaman að sjá hversu margir eru klikka á þessum hlaupársdegi þ.e. að reikna aldur sinn.  Þannig sló Morgunblaðið upp á baksíðu í gær að maður sem væri orðinn 96 ára væri að halda upp á 24 ára afmælið sitt.  Þetta er rangt þar sem á árinu 2000 var ekki hlaupársdagur.  Á hverju nýju árþúsundi er ekki hlaupársdagur og því var þetta 23 afmælisdagur viðkomandi.  [lr. að sjálfsögðu var hlaupár á þessu ári - leiðrétti mig hér með]

Vill annars óska MA ingum til hamingju með þennan hvíldardag og vona að þeir hafi nýtt hann til að hvílast all hressilega.  Ekki dónalegt að fá þriggja daga helgi.


mbl.is Hlaupársdagur er hvíldardagur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og áfram höldum við, nú með Maríu

Vil óska Maríu innilega til hamingju með leikhússtjórastöðuna.  Gaman að fá svona margreynda konu í starfið.

Það verður erfitt að fylgja eftir því einstaklega góða starfi sem Magnús Geir hefur skilað hér við leikhúsið og ljóst að með Maríu verður fylgst.  Hver sýning á fætur annari er að setja met og verð ég að segja að ég er ekki hissa.  Mikill metnaður hefur verið settur í að fá fólk á öllum aldri í leikhúsið og efa ég að aldrei fyrr hafa fleiri áskriftarkort verið seld á Akureyri eins og einmitt nú.  Ég reikna með að María haldi áfram þeirri vinnu sem Magnús Geir hefur skilað af sér.  Ef leikhúsið verður eins vel rekið eins og sýningin hennar Maríu, Fló á skinni, er vel heppnuð þá kvíði ég engu.


mbl.is María leikhússtjóri á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf maður að fara í kapp við konuna?

Þau undur og stórmerki gerðist í gær að konan opnaði sitt eigið blog.is svæði í gærkveldi.  Nú heldur hún fram á ritvöllinn á sinni einskærri snilld.  Það verður gaman að fylgjast með henni.  Ég get nú ekki verið minni maður og nú verður bloggið sett á fullt.  Þið getið heimsótt hana með því að smella á efsta bloggvininn minn...

Annars er alltof mikið að gera þessa vikuna.  Veikindi í vinnunni auk þess sem menn eru að ennþá að vinna í að gera allt fullkomið á þjónustustöðinni í Reykjavík sem opnaði í byrjun mánaðarins.  Síðan er skattatímabilið að fara á fullt og má því búast við enn meira ati.

Mikið hefur verið um dýrðir í þessum mánuði.  Tengdapabbi var fimmtugur (og stakk af til London vegna þessa - höfum ekki ennþá fengið almennilegt kökuboð).  Mamma var fimmtug um helgina og þar svignuðu veisluborðin og fóru menn saddir þaðan.  Vil ég óska þeim innilega til hamingju með þennan áfanga. 

 


Ábyrgðarfullir stjórnendur

Greinilegt er að stjórnendur hjá Kaupþing standa á báðum fótum kyrfilega á jörðinni.  Skynsamleg ákvörðun í ljósi aðstæðna á markaðnum.  Ég vil hrósa þessum stjórnendum fyrir að hafa þorað að taka þessa ákvörðun og standa vel um hag hluthafa.  Nú er tími til að anda rólega og tryggja starfsemi bankans í sessi, það er sú starfsemi sem bankinn hefur í dag.  Það er ekkert að því.

Svo er bara spurning hvernig markaðurinn tekur þessum fréttum? 


mbl.is Hætt við yfirtöku á NIBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 16602

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband