28.8.2008 | 16:21
Akureyrarbær vill ekki borga strætó í Reykjavík.
Á fundi bæjarráðs í dag var tekin fyrir fyrirspurn frá Strætó bs. hvort að þeir vildu borga fyrir nemendur frá Akureyri í strætó á höfuðborgarsvæðinu. Mér finnst þessi viðbrögð Akureyrarbæjar rétt og sendir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu tóninn. Eftirfarandi er tekið úr fundargerð bæjarráðs:
2. Strætó bs. - fyrirspurn um niðurgreiðslu fyrir akureyrska nemendur í háskólum í Reykjavík
2008080064
Erindi dags. 20. ágúst 2008 frá Þórunni Ingólfsdóttur þar sem óskað er eftir því að bæjarstjórnin gefi akureyrskum háskólanemum í Reykjavík kost á að fá fríkort í strætisvagnana þar.
Kostnaður við almenningssamgöngur á Akureyri er að fullu greiddur úr bæjarsjóði. Allir þeir sem þess óska geta ferðast með strætisvögnum Akureyrar án endurgjalds, þar á meðal nemendur í skólum Akureyrar sem búsettir eru í öðrum sveitarfélögum. Bæjarráð telur það ekki koma til greina að greiða einnig niður almenningssamgöngur í öðrum sveitarfélögum að óbreyttu.
sjá fundargerð á: http://www.akureyri.is/stjornkerfid/fundargerdir/nyjustu-fundargerdirnar/baejarrad/2008/nr/11964
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sem sagt Þórunn þessi er hún starfsmaður Stætó eða nemandi?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.