Gleðilegt ár öllsömul

Vil byrja á því að óska öllum gleðilegs árs og þakka samstarfið á liðnu ári.  Gamlársdagur gekk sinn vanagang.  Byrjaði morguninn kl. 6 á því að bera út Morgunblaðið en er nú búinn að bera út Morgunblaðið í 9 mánuði og líkar það vel enda með þægilegt hverfi og klukkutíma göngutúr á hverjum morgni áður en maður fer í vinnu kemur manni vel í gang.  Unnið í Dekkjahöllinni til 12 og er ég að vinna í markaðsmálum vegna 2008. 

Fórum heim og svo snæddur dýrindiskalkúnn hjá Tengdó.  Klikkaði hann ekki á eldamennskunni frekar en fyrri daginn.  Horfðum á skaupið hjá mömmu og pabba og var ég þokkalega ánægður með skaupið.  Góðir punktar þarna inná.  Það sem situr í manni er t.d. Ingibjörg Sólrún að ræða við Össur um mótmælendurna og segja hversu lítið þeir þurfa að gera svo að hún skrifi ekki undir en það vanti bara að þeir ati á hana aur og rispi bílinn svo að hún hætti við.  Góður!  Hundurinn Lúkas fékk svo sinn skerf - var alveg inneign fyrir því.

Eftir að hafa kveikt á blysum og horft á flugeldasýningar hjá öðrum þá var förinni heitið heim þar sem var spilað frameftir nóttu og komu þar valinkunnir snillingar.

Ég vil svo fagna tilskipun heilbrigðisráðherra um að fella niður komugjöld barna yngri en 18 ára á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum en það er alveg í takt við það sem Samfylkingin prédikaði fyrir kosningarnar s.l. vor.  Frábært alveg hreint.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband