Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Minning um afa

 Í dag kveðjum við Andrés afa.  Andrés afi var einstakur maður.  Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa og öllum sem komu í heimsókn voru ávallt velkomnir.  Ég gleymi aldrei þegar maður var minni og kom í Klapparstíg til ömmu og afa þá fór afi oft niður í kistuna og náði í ís handa börnunum.  Þegar ég var í Menntaskólanum þá rölti ég oft til ömmu og afa í hádeginu og fékk hádegismat hjá þeim.  Eftir matinn fengum við okkur, ég og afi, lúr og skutlaði afi mér svo í skólann þegar ég átti að mæta eftir hádegið. 

Þeir hafa verið ófáir leikirnir á Akureyrarvelli sem hafa verið horft á úr stofuglugganum í Klapparstíg og á hverjum leik bauð afi og amma upp á kaffi og með því.  Afi hafði mikinn áhuga á fótbolta og missti varla úr leik í enska boltanum.  Börnin mín munu sakna langafa síns og ljóst að ófædda barnið okkar mun ekki hitta langafa sinn úr Klapparstíg.  Við munum hinsvegar vera dugleg að segja því barni frá afa og ömmu úr Klapparstíg en einnig er minningin um langafa og -ömmu rík í börnum okkar.

Afi og amma í Klappó verða alltaf í minningunni og í dag þegar við kveðjum afa heldur hann til móts við Dísu ömmu og sameinast þau aftur á góðum stað.  Þau verða í hjörtum okkar í dag þegar við verðum öll saman komin á þessari kveðjustund sem verður í Glerárkirkju í dag.

Minningin lifir um alla eilifð


Freyja besta frænka borinn til grafar í dag

Freyja besta frænkaKl. 14 í dag var jarðsungin frá Glerárkirkju Freygerður Guðrún Bergsdóttir eða Freyja besta frænka eins og við kölluðum hana.  Það var alltaf gaman að heimsækja Freyju í Höfðahlíðina.  Hún tók alltaf vel á móti manni og var algjör gullmoli.  Það sem lifir alltaf sterkt í minningunni var þegar maður fór með jólakortið til hennar þegar maður var krakki.  Við bönkuðum alltaf upp á því við vissum að Freyja mundi seilast upp í skápinn og ná í eitthvað góðgæti handa okkur.  Freyja var einstök manneskja og einstaklega hjartagóð.  Ég er betri manneskja eftir að hafa kynnst Freyju og efa ég ekki að hún hafi sömu áhrif á fleiri.

Votta öllum ættingjum hennar samúð mína og megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðum tímum. 

Hvíli Freyja besta frænka í friði.


Þarf maður að fara í kapp við konuna?

Þau undur og stórmerki gerðist í gær að konan opnaði sitt eigið blog.is svæði í gærkveldi.  Nú heldur hún fram á ritvöllinn á sinni einskærri snilld.  Það verður gaman að fylgjast með henni.  Ég get nú ekki verið minni maður og nú verður bloggið sett á fullt.  Þið getið heimsótt hana með því að smella á efsta bloggvininn minn...

Annars er alltof mikið að gera þessa vikuna.  Veikindi í vinnunni auk þess sem menn eru að ennþá að vinna í að gera allt fullkomið á þjónustustöðinni í Reykjavík sem opnaði í byrjun mánaðarins.  Síðan er skattatímabilið að fara á fullt og má því búast við enn meira ati.

Mikið hefur verið um dýrðir í þessum mánuði.  Tengdapabbi var fimmtugur (og stakk af til London vegna þessa - höfum ekki ennþá fengið almennilegt kökuboð).  Mamma var fimmtug um helgina og þar svignuðu veisluborðin og fóru menn saddir þaðan.  Vil ég óska þeim innilega til hamingju með þennan áfanga. 

 


Auðvitað - Áttu menn von á öðru?

Það kom mér ekki á óvart að mínir menn hafi sent Tottenham til sín heima með skottið á milli lappanna.  Þeir eru bara svo góðir.  Hikstuðum aðeins í byrjun tímabils og hefði það ekki gerst þá væri deildin búin!  Það horfir fram á magnaða baráttu um Englandsmeistaratitilinn og ljóst er að mínir menn eru ekki búnir að segja sitt síðasta.  Ég spái öflugum leik þann 25. febrúar (spurning hvort að maður nýtir sér tengslin í gegnum fólkið í Leicester og reyni að redda sér miða(maður sem þekkir mann)) en ég vona þó að Arsene Wenger haldi uppteknum hætti og leyfir ungu strákunum að spreyta sig.  Við gátum unnið Liverpool 6-3 þá ættum við að geta unnið Chelsea með fimm mörkum (fyrst að Liverpool vann Chelsea 2-0). 

Hérna er svo statistikin úr leiknum fyrir þá sem hafa áhuga..  GO GUNNERS!

ArsenalTeam StatisticsTottenham Hotspur
3Goals1
01st Half Goals0
8Shots on Target2
16Shots off Target7
3Blocked Shots4
13Corners7
18Fouls22
3Offsides3
2Yellow Cards5
0Red Cards0
82.6Passing Success72.4
29Tackles52
89.7Tackles Success67.3
62Possession38
55.0Territorial Advantage45.0


mbl.is Arsenal í úrslit deildabikarsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á ríkið að eyða miklum pening í þetta mál?

Var að skoða hvað er búið að eyða í þetta mál og þá er það bara þetta mál...Ríkið var dæmt núna í Hæstaréttadómi til að greiða málskostnað Baugsmanna og var það líka í Héraðsdómi í þessu máli.

Í héraðsdómi voru þetta 57.674.294 og viðbættust svo 2.241.000 í Hæstarétti í dag.  Samtals um 60 milljónir.  Á þarna eftir að telja alla launakostnað hjá Ríkissaksóknara o.s.frv.

Legg til að sú upphæð sem fer í þetta Baugsmál verði dregið af framlagi Alþingis til stjórnmálaflokka og að ríkisstjórnarflokkarnir verði fyrir þessari lækkun!

 


mbl.is Sakborningar sýknaðir í Baugsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málinu bjargað með kleinum?

Ég man eftir því þegar hann Hlynur var eitthvað að tala um rekstur deildarinnar þá var sagt að rekstur deildarinnar hafi verið vel á annan tug milljóna(man það ekki alveg nákvæmlega).  Aðalstyrktaraðilar væru um 4-5 milljónir ef ég man rétt og svo var þess getið að kleinusala í Eyjum var að gefa góðan pening.  Það er því spurning hvort að Hlynur fari ekki að baka kleinur á meðan leikjum stendur og sektinni reddað þannig

Hinsvegar verða menn í stöðu sem formaður handknattleiksdeildar að geta sýnt öðrum iðkendum gott fordæmi því ekki einungis eru leikmenn fordæmi barna okkar heldur einnig stjórnarmenn og aðrir starfsmenn Íþróttafélaganna. 


mbl.is Formaður handknattleiksdeildar ÍBV í tveggja leikja bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarnir bestir að hugsa um viðskiptavini sína!

Í fréttatilkynningu sem QCi sendi frá sér í síðustu viku um niðurstöður CMAT greiningartækis þá eru bankarnir bestir í því að hugsa um viðskiptavini sína.  Þetta er mjög nákvæmt tæki og mælir sérstaklega á 13 mismunandi flötum um það hvernig fyrirtækið hugsar um viðskiptavininn.  Niðurstöðurnar eru þannig:

How do business models and sectors compare? 
 Average CMAT scoreHighest assessedLowest assessed
Business-to-Consumer (BTC) – Direct model40%68%17%
Business-to-Business (BTB)35%61%20%
Business-to-Consumer (BTC) – Intermediated model33%56%16%
    
Banking42%68%25%
Retail38%48%25%
Airlines38%43%29%
Insurance37%62%16%
Publishing & Media34%53%20%
Telco32%45%19%
Auto30%40%19%
    
(All current assessments average36%68%16%)

 

Hafi þið áhuga á að vita meira um CMAT þá endilega sendið mér póst

Eru ekki annars bankarnir bestir? - Er það ekki?


Enskt blog/English blog

Ég hef ákveðið að kanna hvort að það sé grundvöllur fyrir að skrifa á ensku.  Ég er núna í páskafríi og byrja aftur 2. maí n.k.   Verð hinsvegar á fullu þangað til.  Sjáum til hvernig þessi tilraun virkar.

----------------------------ENGLISH------------------------ 

I have been wondering about starting to blog in English.  I will start this for few weeks now and to see how this works.  I´m currently in easter-break and will resume 2nd May in Marketing Communications.

 


Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband