24.6.2008 | 14:50
Það getur ekki verið 8 ár
Á þessum degi árið 2000 gekk ég að eiga Dagbjörtu konu mína. Ég man eins og þetta hafði gerst í gær. Var þar til um miðja nótt að bóna bíllinn heima hjá tengdapabba í bílskúrnum í Borgarhlíð fyrir brúðkaupið en hafði rétt áður kysst konuna góða nótt en hún svaf hjá foreldrum sínum þessa nótt.
Tveimur vikum áður hafði ég farið í aðgerð og átti að láta skipta á sárinu. Fór upp á FSA um morguninn en var spurður hvort að ég kæmist ekki um tvö leytið því það væri alveg brjálað að gera. Ég sagðist ekki getað komist þar sem ég ætlaði mér að vera viðstaddur mína eigin hjónavígslu. Hjúkkurnur dóu ekki ráðalausar, heldur fékk ég saltvatn og allt tilheyrandi til að taka með mér og fékk mamma það hlutkesti að skipta um.
Ég mun alltaf muna þennan dag og þá sérstaklega þegar konan labbaði inn kirkjugólfið - VÁ!...þvílíka fegurð og útgeislun hafði maður aldrei séð áður. Það féllu nokkur tár á þessari stundu.
Vil óska konunni minni innilega til hamingju með daginn og vil aðeins segja..."you ain't seen nothing yet". Ég á samt ennþá erfitt með að trúa því að þessi tími hafi liðið svona hratt. Fyrir mér er Dagga ennþá rétt tvítug.
Vil um leið óska systur minni til hamingju með daginn en hún er 22 ára gömul í dag...ég verð að líta við í kaffi til hennar á eftir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk elskan, dittó Love you always Þetta var yndislegur dagur & mun seint gleymast, ef einhvern tímann Takk fyrir æðislega kvöldstund elskan, sjáumst svo í fyrramálið eftir næturvaktina mína
Dagbjört Pálsdóttir, 24.6.2008 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.