4.3.2008 | 16:34
Freyja besta frænka borinn til grafar í dag
Kl. 14 í dag var jarðsungin frá Glerárkirkju Freygerður Guðrún Bergsdóttir eða Freyja besta frænka eins og við kölluðum hana. Það var alltaf gaman að heimsækja Freyju í Höfðahlíðina. Hún tók alltaf vel á móti manni og var algjör gullmoli. Það sem lifir alltaf sterkt í minningunni var þegar maður fór með jólakortið til hennar þegar maður var krakki. Við bönkuðum alltaf upp á því við vissum að Freyja mundi seilast upp í skápinn og ná í eitthvað góðgæti handa okkur. Freyja var einstök manneskja og einstaklega hjartagóð. Ég er betri manneskja eftir að hafa kynnst Freyju og efa ég ekki að hún hafi sömu áhrif á fleiri.
Votta öllum ættingjum hennar samúð mína og megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðum tímum.
Hvíli Freyja besta frænka í friði.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:36 | Facebook
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samhryggist þér Jói minn, ekkert er betra en góðir ættingjar sem skapa góðar minningar!
Lára Stefánsdóttir, 4.3.2008 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.