28.12.2007 | 09:48
Skiptir það máli
Skiptir það máli fyrir viðskiptavini hvernig fyrirtæki vinna úr kvörtunum? Eru þau tilbúin að taka við kvörtunum og hvað gera þau við þessar kvartanir.
Hér í því fyrirtæki sem ég vinn er ég að vinna í því að taka vel á móti kvörtunum. Það er ekkert verra en fyrirtæki sem hafa zero tolerance gagnvart kvörtunum. Kvartanir láta þig vita hvar þú þarft að standa þig betur og hvernig þú getur gert það. Fyrirtæki eru misjafnlega í stakk búinn til að taka á móti kvörtunum. Það á hver sem er að geta tekið á móti þeim - skrásett þær. Það skiptir miklu máli.
Fyrirtæki taka misjafnlega góð í að taka á móti kvörtunum. Ég lenti í því í Bretlandi að þurfa kvarta yfir járnbrautarferð sem ég fór í og það urðu seinkanir ofan á seinkanir sem næstum urðu þess valdandi að konan og börnin misstu af fluginu til Íslands. Ég þurfti að senda bréf á ákveðið netfang ásamt afriti af lestarmiðunum. Viku seinna fékk ég svo sárabætur, 14 punda inneign á næstu ferð. Mér fannst gott hvernig fyrirtækið gekk frá málinu og hélt ég áfram í þessu tilviki að skipta við Central Trains enda þægilegt að taka bara eina lest frá Leicester og niður á Stansted.
Viðskiptavinir skipta líka miklu máli og þá sérstaklega að nafnið þeirra sé rétt. Þegar við vorum í Bretlandi þá hétum við hjá Powergen - New customer. Það var fyndið að fá bréf eftir að við skiptum yfir til British Gas. Dear New Customer! We have been trying to reach you.... Ég viðurkenni það að það var gott að fá svona bréf en þá fékk maður það á tilfinninguna að maður skipti máli en sú tilfinning eyðilagðist um leið og maður sá New Customer. Þetta er hinsvegar eitthvað sem íslenskum fyrirtækjum hefur alveg gleymst að taka upp.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.