9.10.2007 | 23:04
Við REIkjarvíkurtjörn
Þetta blessaða REI mál er heldur betur búið að snúast í höndunum á kóngunum Villa og Björn Inga. Nú er málið hver er að ljúga að almenningi, Villi vs. Svandís (Vg) og svo forstjóri OR. Ég verð að segja að Vilhjálmur er ekki að koma vel út úr þessu. Annaðhvort er hann að ljúga að almenningi eða sé ekki að vinna vinnu sína (fylgjast með á fundum OR) og þá er hann ekki starfi sínu vaxinn. Ekki spurning um að það eigi að stokka upp þarna í Rvík. Spurning um að koma R-listanum aftur að völdum og þá fyrst væri hægt að leysa þennan vanda í leikskólum borgarinnar.
Davíð B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er á nákvæmlega sömu línu og ég. Af hverju eru menn að ákveða að selja allt í einu. Það er gífurleg vakning í heiminum í orkumálum og tel ég að REI hafi gríðarlegt samkeppnisforskot á önnur fyrirtæki vegna reynslu okkar Íslendinga. Það væri gríðarlegt glapræði að selja hlutinn. Séu menn gríðarlega hræddir um að tapa þessum 2,6 milljörðum þá eiga menn að selja fyrir 2,6 milljarða að markaðsvirði og þá í raun koma út á núlli.
Ég fagna ályktun ungra jafnaðarmanna í Reykjavík um málefni REI og hvet ég alla Reykvíkinga til að mæta á pallana í ráðhúsinu á morgun til að láta sína skoðun á ljós.
Ef allt klikkar þá mundi ég vilja að Norðurorka (félag í eigu Akureyrarbæjar) kaupi þennan hluta
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.