Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Ábyrgðarfullir stjórnendur

Greinilegt er að stjórnendur hjá Kaupþing standa á báðum fótum kyrfilega á jörðinni.  Skynsamleg ákvörðun í ljósi aðstæðna á markaðnum.  Ég vil hrósa þessum stjórnendum fyrir að hafa þorað að taka þessa ákvörðun og standa vel um hag hluthafa.  Nú er tími til að anda rólega og tryggja starfsemi bankans í sessi, það er sú starfsemi sem bankinn hefur í dag.  Það er ekkert að því.

Svo er bara spurning hvernig markaðurinn tekur þessum fréttum? 


mbl.is Hætt við yfirtöku á NIBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skaupið er Super Bowl Íslands

Í Bandaríkjunum þá keppast stórfyrirtækin um að frumsýna auglýsingar í kringum Super Bowl.  Fyrirtæki borga duglega fyrir að koma sínum skilaboðum á framfæri á sem bestum tíma enda ná þeir flestum fyrir framan sjónvarpið á meðan leiknum stendur.

Það má því segja að litið sé á Skaupið sömu augum.  Kaupþing frumsýndi nýja auglýsingu með Randver og Cleese eins og frægt er, tók eftir nýrri auglýsingu frá TM og síðan má ekki gleyma auglýsingunni frá Remax sem allir biðu eftir.  Sú auglýsing var virkilega vel gerð.  Góð ímyndarauglýsing.  Remax hefur alltaf virkað á mig að þarna séu sölufulltrúar sem svífast einskis til þess eins að ná söluþóknuninni.  Auglýsingarnar sem þeir nota hafa verið þannig.  Stórar myndir af sölufulltrúum fyrirtækisins og skipta þeir ekki minna máli en húsin sem þeir eru að selja.  Við auglýsinguna í Skaupinu breytist þetta viðhorf mitt - ég hugsaði með mér, þeir vilja selja mér hús sem ég er virkilega ánægður með.  Þeir ættu því að breyta auglýsingataktík sinni strax í takt við þessa auglýsingu.  Auglýsa - ánægja þín skiptir okkur máli.  Leggja meiri áherslu á húsin og e.t.v. minni á sölumennina.  Ég held að þeir muni ekki nýta það tækifæri heldur einungis halda áfram uppteknum hætti og viðhorf mitt til þeirra verður eins og áður hefur verið. 

Það er nefnilega ekki nóg að auglýsa einu sinni gríðarlega ímynd og geta svo ekki staðið undir því eða klikka gjörsamlega á því að hafa auglýsingarnar í sama anda eftir þessu framtaki.


Skiptir það máli

Skiptir það máli fyrir viðskiptavini hvernig fyrirtæki vinna úr kvörtunum?  Eru þau tilbúin að taka við kvörtunum og hvað gera þau við þessar kvartanir. 

Hér í því fyrirtæki sem ég vinn er ég að vinna í því að taka vel á móti kvörtunum.  Það er ekkert verra en fyrirtæki sem hafa zero tolerance gagnvart kvörtunum.  Kvartanir láta þig vita hvar þú þarft að standa þig betur og hvernig þú getur gert það.  Fyrirtæki eru misjafnlega í stakk búinn til að taka á móti kvörtunum.   Það á hver sem er að geta tekið á móti þeim - skrásett þær.  Það skiptir miklu máli.

Fyrirtæki taka misjafnlega góð í að taka á móti kvörtunum.  Ég lenti í því í Bretlandi að þurfa kvarta yfir járnbrautarferð sem ég fór í og það urðu seinkanir ofan á seinkanir sem næstum urðu þess valdandi að konan og börnin misstu af fluginu til Íslands.  Ég þurfti að senda bréf á ákveðið netfang ásamt afriti af lestarmiðunum.  Viku seinna fékk ég svo sárabætur, 14 punda inneign á næstu ferð.  Mér fannst gott hvernig fyrirtækið gekk frá málinu og hélt ég áfram í þessu tilviki að skipta við Central Trains enda þægilegt að taka bara eina lest frá Leicester og niður á Stansted.

Viðskiptavinir skipta líka miklu máli og þá sérstaklega að nafnið þeirra sé rétt.  Þegar við vorum í Bretlandi þá hétum við hjá Powergen - New customer.  Það var fyndið að fá bréf eftir að við skiptum yfir til British Gas.  Dear New Customer! We have been trying to reach you....  Ég viðurkenni það að það var gott að fá svona bréf en þá fékk maður það á tilfinninguna að maður skipti máli en sú tilfinning eyðilagðist um leið og maður sá New Customer.  Þetta er hinsvegar eitthvað sem íslenskum fyrirtækjum hefur alveg gleymst að taka upp.


Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband