10.11.2009 | 11:24
Þórsvöllur
Orðið Þórsvöllur eða Íþróttasvæði Þórs virðist vera erfitt fyrir frjálsíþróttafólk að skrifa eða nefna á nafn. Sú glæsileg frjálsíþróttauppbygging sem gerð var fyrir Landsmót UMFÍ var gerð á Þórsvellinum sem er á Þórsvæðinu. Það sem vekur furðu mína er hversu erfitt frjálsíþróttafólk á með að nefna Þór á nafn þegar rætt er um frjálsar íþróttir. Á Landsmótinu hét svæðið Frjálsíþróttavöllurinn við Hamar eða Frjálsíþróttasvæðið við Hamar.
Við skulum kalla þennan völl því nafni sem hann hefur heitið frá upphafi. Þórsvöllur hét hann fyrir uppbyggingu, Þórsvöllur hét á meðan uppbyggingu stóð og Þórsvöllur heitir hann eftir uppbyggingu og mun heita það um ókomna framtíð.
Ég fagna því að þetta mót skuli vera haldið á Þórsvellinum næsta sumar í þeirri glæsilegu frjálsíþróttaaðstöðu sem gerð hefur verið. UMSE og UFA eiga hrós skilið að sækja um að halda þetta mót og er ég þess handviss að allir Akureyringar séu tilbúnir að leggja þeim lið við að gera þetta mót sem glæsilegast.
Stórmót í frjálsíþróttum á Akureyri 2010 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.