18.10.2009 | 14:04
Nú fer þetta loksins að ganga
Það hefur verið endalaust þras í kringum þetta Icesave en nú sér maður fyrir endann á þessu. Jóhanna og Steingrímur hafa unnið hörðum höndum við að tryggja málstað okkar Íslendinga. Að halda því fram að þau séu í þessum leik í einhverjum annarlegum tilgangi er svo gjörsamlega út í hött. Verk Jóhönnu hafa sýnt það að hún hefur velferð Íslendinga að leiðarljósi og er enginn breyting á því í þessu Icesave máli. Við þurfum að standa við skuldbindingar okkar svo að fyrirtæki á Íslandi geta haldið áfram að vera í viðskiptum við erlenda aðila og njóta trausts. Traust sem íslensk fyrirtæki hefðu unnið sér inn hjá erlendum fyrirtækjum með margra ára viðskiptum hvarf við hrunið á síðasta ári.
Ef við ætlum ekki að standa við alþjóðlegar skuldbindingar hvað verður þá um íslensk fyrirtæki sem þurfa að staðgreiða þá allar vörur fyrirfram og eiga þá einnig í erfiðleikum að fá gjaldeyri þar sem við verðum ekki í alþjóðlegu samstarfi við önnur ríki um lán og lánalínur. Hvað eigum við að gera þá?
Ég hlakka til þess dags þegar Icesave málið hefur verið afgreitt!
Sátt við Icesave-niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú getur alveg sparað pikkTíma og sagt bara "Samspillingatugga nr. 23" við erum farin að kunna þær allar utanbókar.
Axel Pétur Axelsson, 18.10.2009 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.