1.5.2006 | 09:41
Fjölmiðlar eyðileggja enska landsliðið!
Ég hef svolitið fylgst með fjölmiðlum í kringum þetta landsliðsþjálfaramál. Þetta byrjaði náttúrulega allt saman þegar News Of The World lögðu sig alla fram til að eyðileggja feril Svens með því að fljúga hann í einkaþotu til Arabíulanda og taka upp samtal hans og "fursta" (a.k.a. blaðamann NotW) þar sem hann ætlaði að kaupa Aston Villa og vildi fá Sven sem stjóra með sér. Þetta varð til þess að Sven ákvað að segja starfi sínu lausu eftir HM.
Scolari var svo kominn í umræðuna og þá fóru enskir fjölmiðlar hamförum og tóku hann í gegn (en greinilegt er að blaðamenn vilja fá enskan þjálfara). Það varð til þess að Scolari hætti við.
Samkvæmt blöðum svo í gær þá átti Wayne Rooney að vinna HM fyrir þá því samkvæmt fyrirsögnum í gær þá sögðu menn að Heimsmeistaratitilinn væri farinn (Goodbye World Cup) af því að Rooney væri fótbrotinn.
Það er ljóst samkv. frétt mbl.is að blöðin fá sínu fram með að fá enskan þjálfara og svo er spurning hvort að hann fái sömu meðferð og Sven hefur fengið í gegnum árin eða hvort að þeir fari linum höndum um hann þar sem hann er enskur.
Spáð að McClaren verði landsliðsþjálfari Englands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.