Minning um afa

 Í dag kveðjum við Andrés afa.  Andrés afi var einstakur maður.  Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa og öllum sem komu í heimsókn voru ávallt velkomnir.  Ég gleymi aldrei þegar maður var minni og kom í Klapparstíg til ömmu og afa þá fór afi oft niður í kistuna og náði í ís handa börnunum.  Þegar ég var í Menntaskólanum þá rölti ég oft til ömmu og afa í hádeginu og fékk hádegismat hjá þeim.  Eftir matinn fengum við okkur, ég og afi, lúr og skutlaði afi mér svo í skólann þegar ég átti að mæta eftir hádegið. 

Þeir hafa verið ófáir leikirnir á Akureyrarvelli sem hafa verið horft á úr stofuglugganum í Klapparstíg og á hverjum leik bauð afi og amma upp á kaffi og með því.  Afi hafði mikinn áhuga á fótbolta og missti varla úr leik í enska boltanum.  Börnin mín munu sakna langafa síns og ljóst að ófædda barnið okkar mun ekki hitta langafa sinn úr Klapparstíg.  Við munum hinsvegar vera dugleg að segja því barni frá afa og ömmu úr Klapparstíg en einnig er minningin um langafa og -ömmu rík í börnum okkar.

Afi og amma í Klappó verða alltaf í minningunni og í dag þegar við kveðjum afa heldur hann til móts við Dísu ömmu og sameinast þau aftur á góðum stað.  Þau verða í hjörtum okkar í dag þegar við verðum öll saman komin á þessari kveðjustund sem verður í Glerárkirkju í dag.

Minningin lifir um alla eilifð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samúðarkveðjur kæri vin.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 09:22

2 identicon

Sendi ykkur öllum knús og kossa um leið og ég votta ykkur mína samúð, gangi ykkur vel í dag.

Kveðja

Dóra og strákarnir

Dóra (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 09:58

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það er gott að eiga góðar minningar um afa sinn og ömmu. Samúðarkveðjur.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.5.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband