9.1.2009 | 09:27
Nóg komið!
Maður hefur ekki undan á að lesa fréttir um árásir Ísraelsmanna og tölur um hversu margir eru særðir. Nú þarf alþjóðasamfélagið að láta verkin tala en ekki bara tala.
Það er lítið sem við getum gert til að reyna að bæta ástandið nema þá helst að vera öflug að fordæma þessar árásir og fá aðrar þjóðir í lið með okkur. En það hefur Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra gert og staðið vaktina í þeim efnum.
Það sem er svo e.t.v. verst í þessu öllu er þátttaka Bandaríkjamanna í þessu öllu. Þeir beita neitunarvaldi í öryggisráði (þó ekki í nótt en neituðu að skrifa undir). Það skyldi þó ekki vera að stjórnmálaflokkar í Bandaríkjunum séu að fá stórar fúlgur í kosningasjóð frá þeim sem eru að framleiða vopnin og þá e.t.v. selja þau til Ísrael. Ég bara spyr.
Sprengdu hús fullt af fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.