27.2.2008 | 10:20
Þarf maður að fara í kapp við konuna?
Þau undur og stórmerki gerðist í gær að konan opnaði sitt eigið blog.is svæði í gærkveldi. Nú heldur hún fram á ritvöllinn á sinni einskærri snilld. Það verður gaman að fylgjast með henni. Ég get nú ekki verið minni maður og nú verður bloggið sett á fullt. Þið getið heimsótt hana með því að smella á efsta bloggvininn minn...
Annars er alltof mikið að gera þessa vikuna. Veikindi í vinnunni auk þess sem menn eru að ennþá að vinna í að gera allt fullkomið á þjónustustöðinni í Reykjavík sem opnaði í byrjun mánaðarins. Síðan er skattatímabilið að fara á fullt og má því búast við enn meira ati.
Mikið hefur verið um dýrðir í þessum mánuði. Tengdapabbi var fimmtugur (og stakk af til London vegna þessa - höfum ekki ennþá fengið almennilegt kökuboð). Mamma var fimmtug um helgina og þar svignuðu veisluborðin og fóru menn saddir þaðan. Vil ég óska þeim innilega til hamingju með þennan áfanga.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk elskan fyrir þetta, þú verður nú aldeilis að taka þig á í blogginu fyrst ég er byrjuð á annað borð
Dagbjört Pálsdóttir, 27.2.2008 kl. 11:11
Þú átt ekki sjens Jói. Pallaættin er lyklaborðafingrafim.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 11:29
Sammála Gísla þú átt ekki séns.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.2.2008 kl. 16:06
Jói! láttu þig dreyma
Páll Jóhannesson, 27.2.2008 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.