29.1.2008 | 09:01
Spaugstofan og sápuóperan "Við tjörnina"
Ég horfði á fyrsta skipti í Spaugstofuna á þessum vetri og verð ég að segja að ég skemmti mér konunglega yfir þessu. Ég ætla ekki að tína til 6927 ástæður þess hvers vegna Spaugstofan var góð en hún fór vel í gegnum þessa sápuóperu sem var í síðustu viku í ráðhúsi Reykjavíkur.
Eitt sem vekur furðu mína er hvernig Ólafur F kom úr helginni. Í forsíðugrein í Mogganum var haft eftir Ólafi F. að veikindi hans séu hans persónuleg mál - OK gott mál. Seinna í sömu grein biður hann um að fólk sýni sér skilning vegna veikinda hans. Þetta er í einu og sömu greininni. Til að toppa þetta þá er hann í opinskáu viðtali í 24 stundum um veikindi sín. Hvernig væri að vera samkvæmur sjálfum sér.
Sá maður sem kemur sterkastur út úr þessu valdabrölti Sjálfstæðisflokksins er Dagur B. Eggertsson fyrrum borgarstjóri í Reykjavík. Hann hefur haldið sinni virðingu og talar yfirvegað um þessi mál. Hann er að koma gríðarlega sterkur út á meðan Villi Þ. er í því að reyna að tortíma Sjálfstæðisflokknum í borginni. Ég fagna svo samstöðu Tjarnarkvartettsins og vona að Samfylkingin verði í öflugri stjórnarandstöðu og ég veit að flokkurinn fer ekki að leggjast jafn lágt og Sjálfstæðisflokkurinn.
Ég vil að lokum fagna þeim mótmælum sem voru í ráðhúsinu í síðustu viku. Nauðsynlegt að sýna ráðamönnum að þeir komist ekki upp með hvað sem er. Ég hef heyrt í mörgum og séð marga skrifa um þessi "skrílslæti". Loksins fóru Íslendingar og mótmæltu í stað þess að hver og einn kvartar í sínu horni og ekkert gerist. Við eigum að vera mikið öflugri í okkar mótmælaaðgerðum og vona ég að þetta sé rétt aðeins byrjunin á þessu. T.d. ef mjólkin mundi hækka í verði - mundum við hætta að versla mjólk í viku til að mótmæla þessu - Nei, Íslendingar láta allt yfir sig ganga.
Að lokum - Takið frá 8. mars. Nánar síðar!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér Jói með Spaugstofuna. Svo held ég að þeir sem eru viðkvæmir fyrir því sem sagt er,ættu að forðast "Pólitík" Þeir þurfa nú að vera með harðann skráp þeir menn sem velja sér það starf. Svo er það hann Dagur, vandaður maður, Yfirvegaður og stendur sig vel. Það sínir best framkoma hans í blöðum og fjölmiðlum.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.1.2008 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.