Er bæjarpólitíkin að standa sig?

Velti annað slagið fyrir mér - Af hverju er ekki meira um að vera á Akureyri heldur en raun ber vitni.  Hvar eru fyrirtækin þar sem vantar sérmenntað starfsfólk?  Af hverju nota fyrirtæki í Kauphöllinni sér það ekki og vera með höfuðstöðvar á Akureyri?

Ég held að undanfarin 12-16 ár hafa menn á Akureyri verið í frígírnum og vona eftir því að eitthvað gott gerist.  Þetta byrjaði þegar bæjarstjórnin seldi hlut Akureyrarbæjar í ÚA til SH og fékk í staðinn 80 störf flutt til Akureyrar (og held ég að sum störfin hafi verið talin tvisvar ef ekki þrisvar til að ná upp í 80).  ÍS aftur á móti bauð okkur það að reisa höfuðstöðvar sínar á Akureyri.  Kosturinn við það var að fá hálaunuð störf til bæjarins sem skilar sér svo í hærri skatttekjum o.s.frv.  En því miður fyrir Akureyri varð SH ofan á.

Svo virðist sem bæjarstjórnin sé að átta sig á þessu hlutleysi sínu og eru við það að setja í fyrsta gír með starfsemi aflþynnuverksmiðju á Krossanesi.  Síðan heyrir maður að Kjarnafæði sé svo að byggja risahúsnæði á Svalbarðseyri þar sem þeir fái ekki lóð á Akureyri.  Þeir hafi verið búnir að sækja eftir því að fá lóð í töluverðan tíma en svo virðist vera að starfsmenn bæjarins á Skipulagsdeildinni séu steinsofandi. 

Það skiptir máli fyrir bæjarfélag sem ætlar sér að verða mótvægisafl við Reykjavík að allir starfsmenn séu á tánum til að tryggja bestu þjónustuna.   Það er ekki nóg að auglýsa að hér sé best að búa heldur þurfa menn að eiga inni fyrir þeirri yfirlýsingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband