27.12.2007 | 13:24
Við erum einstök
Heyrði í fréttum í morgun að jólaverslun í Bandaríkjunum hefði verið afburðaléleg. Bandaríkjamenn halda að sér höndum þar sem efnahagsástand er í óvissu vegna húsnæðislánanna og afskrifta bankanna vegna þessa. Á sama tíma eru stýrivextir í hæstu hæðum hér á Íslandi, bankarnir græða aldrei sem fyrr á kaupgleði okkar. Ég bjóst við því að við Íslendingar værum nú með eitthvað vit í kollinum og mundum aðeins að minnka við okkur á þessu fylleríi sem við erum í. Aldeilis ekki - heldur jókst kortanotkun Íslendinga um 20% núna í desember.
Hefðum við haldið að okkur höndum ef Davíð Oddsson hefði hækkað stýrivextina ennfrekar í síðustu viku? Ég held ekki. Íslendingar haga sér ekki í takt við hagfræðikenningar - við erum undantekningin sem sannar regluna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við stefnum á hausinn - og þegar við förum á hausinn - þá gerum við það með stæl og með svo miklum blóma að það verður trúlega aldrei, þá meina ég aldrei toppað.
Páll Jóhannesson, 27.12.2007 kl. 16:19
Þó við höfum aldrei eitt eins miklu um þessi jól þá er það ekki merki um að við fylgjum ekki heims hagkerfunum, þar sem fjármálakreppa og kjararýrnun á sér upphaf í usa. Og mun það hafa áhrif um allan heim og líka hér á Íslandi. Málið er að helmingur þjóðarinnar hefur fengið áukinn kaupmátt, hinn ekki. Helmingurinn sem hefur fengið aukinn kaupmátt hefur haldið upp á það með gælsilegu jólahaldi (Í formi lántöku að einhverju leyti), 1\4 sem ekki hefur fengið raunhækkun en vill ekki láta stitt eftir liggja og sekkur ennþá lengra í skuldafenið fyrir hver jól til að lýta vel út fyrir ættingjum, og loks er það 1\4 sem er á botninum sem getur ekki tekið þátt í þessari veislu og þurfa jafnvel aðstoð til að geta haldi sómasamleg jól. Almenningur fylgist ekki með fjármálakreppu og hefur í raun ekki áhuga á slíkum fréttum. En það er bankakerfið sem heldur svallinu áfram með því að moka út peningum í formi láns til óupplýsts almúgans........ En það mun stöðvast að einhverju leyti þegar fjármálakreppan verður ekki bara fjármálakreppa heldur.......
gfs (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.