12.11.2007 | 14:22
RÚV af auglýsingamarkaði
Birti hér grein eftir mig sem birtist af politik.is og uja.is í dag.
Ég vil byrja á því að fagna samningi Ríkisútvarpsins ohf. og Björgúlfs Guðmundssonar um að tvöfalda framlag til kaupa á leiknu íslensku efni. Mér finnst frábært að menn skuli sjá sér hag í því að styrkja eins mikilvægt málefni og íslensk leiklist er. Það sem mér hinsvegar gremst er að með þessum samningi er RÚV að styrkja stöðu sína á auglýsingamarkaði og þar um leið að styrkja sig í samkeppni við fyrirtæki á almennum markaði. RÚV getur því boðið upp á meiri íslenska þáttagerð sem eftirsóknarvert er að auglýsa hjá.
Ég er hissa á því að hlutafélag í eigu íslenska ríkisins sé að styrkja sig í baráttunni á íslenskum auglýsingamarkaði með þessum hætti og gerir því öðrum fyrirtækjum erfiðara um vik að selja auglýsingar og í raun breyta landslaginu á auglýsingamarkaðnum. Hvaða sjónvarpsstöð væri ekki tilbúin að fá 2-300 milljónir inn á borð til sín til að kaupa leikið efni og um leið styrkja stöðu sína á auglýsingamarkaði?
Ég vil því sjá RÚV hverfa á brott af auglýsingamarkaði þar sem fyrirtæki í opinberri eigu á ekki að vera í samkeppni við önnur fyrirtæki. Á árinu 2005 var RÚV að taka inn 970.501.090 kr í auglýsingar og kostun samkvæmt ársreikningi stofnuninnar en hann er aðgengilegur á vefnum ruv.is. Brotthvarf RÚV getur aukið samkeppni á markaðnum og getur gert öðrum kleift að komast inn á þennan markað þar sem aðgangshindranir á markaðinn mundu þá minnka. Samtök auglýsenda hafa aftur á móti verið á móti brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði þar sem það gæti haft í för með sér hækkun auglýsingaverðs. Það getur vel verið svo en þess skal þó alltaf hafa í huga að auglýsandinn hefur val á að auglýsa. Séu menn ósáttir við verðið þá sleppa menn því að auglýsa eða auglýsa frekar annars staðar í öðrum miðlum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.