18.10.2007 | 10:40
Léttvín og bjór í matvöruverslanir - Já takk!
Mér fannst ég verða setja niður eitthvað um þessa umræðu sem er alltaf í gangi. Ég hef alltaf verið jákvæður út í þetta en undanfarið hafði ég ekki getað gefið ákveðna skoðun um þetta mál af því ég hafði ekki kynnt mér. Ég fór því og skoðaði frumvarpið til að geta myndað mér skoðun. Eitt af því sem ég vildi fá á hreint hvernig þetta yrði framkvæmt.
Til að byrja með þá þurfa verslanir að sækja um leyfi til viðkomandi sveitarstjórnar um að fá að selja áfengi. Opnunartími þessara versluna má ekki vera lengur en til kl. 20 og afgreiðslufólk má ekki vera yngri en 20 ára. Áfengi má ekki selja undir kostnaðarverði þ.e. með innkaupsverði, áfengisgjaldi og virðisaukaskatti. Myndbandaleigur og söluturnar geta alls ekki fengið leyfi til að selja. Ég er sáttur við þessa hluti.
Ég vil hinsvegar sjá upplýsingar um eftirlitið og refsingar hvað það varðar. Séu verslanir ítrekað fundnar sekar um að brjóta þessar reglur þá verði leyfið afturkallað og þarf verslun að bíða í lágmark 6 mánuði til að fá leyfið aftur.
Vil biðja fólk að kynna sér málið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elskan mín, ég verð bara að tjá mig ÖRLÍTIÐ Eins og þú veist þá er ég engan vegin sammála þér, mér finnst þetta hreinasta rugl og ekkert annað. Með það fyrsta þá er auðvitað bara vera að stuðla að meiri drykkju og þú veist það sjálfur. Ef áfengi yrði selt í verslunum þá veit ég jafnvel og þú að þú myndir kaupa oftar bjór !!!! Ég gæti haft svo mörg orð um þetta en ég verð ekki sátt við þingið okkar ef þetta kjaftæði verður samþykkt
Konan (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 11:30
Sammála síðasta ræðukonu. Og hvernig á að vera hægt að framfylgja því að þessu reglum sé framfylgt. Ætla menn að standa vörð inni í verslunum og tryggja það að afgreiðslufólk sé ekki yngri en 20 ára og biðja alla kúnna um skilríki sé þetta ekki alveg fyrir mér. Enda bara mín skoðun
Hrönn Jóhannesdóttir, 20.10.2007 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.