Til hamingju með Daginn Reykvíkingar

Það má svo sannarlega óska Reykvíkingum öllum til hamingju með daginn.  Það má segja að þetta hafi verið gríðarlega stór dagur.  Ég var að tala við viðskiptavin í dag þegar ég þurfti á netið til að finna ákveðnar upplýsingar.  Er með mbl.is upphafssíðu og þá blasti þetta við mér - "Dagur næsti borgarstjóri".  Ég tók andköf og vissi ekki alveg hvernig ég átti að taka þessu.  Innst inni hafði ég vonað þetta en þótt að ég sé ánægður með að Dagur sé tekinn við þá er ég samt sem áður óhress með Björn Inga þarna inn - but what can you do?  Einn kostur við þetta er að hann sé ekki að vinna í hverri einustu nefnd á vegum Reykjavíkurborgar.  Reykvíkingar munu trúlega taka strax á málunum og má búast við að leikskólavandinn leysist fljótlega.  Spurning hvort að Villi sæki ekki um starf á einhverjum leikskólanumLoL.  Til hamingju Samfylkingarfólk um allt land.

Var svo á körfuboltaleik áðan þar sem Þórsarar sigruðu ÍR í hörkuleik 87-85 en þetta er fyrsti leikur Þórs í Icelandexpress deildinni.  Mágurinn minn og tengdapabbi vinna nú hörðum höndum að grein um leikinn sem birtist inn á thorsport.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Dagur er upprisinn  Annars gaman af þessu oft er talað um að menn máli sig út í horn, en sjálfstæðismenn máluðu Villa út í horn.

Páll Jóhannesson, 12.10.2007 kl. 15:37

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hva - átti ekki að vera ein færsla á dag hér?

Páll Jóhannesson, 15.10.2007 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband