Föstudagurinn langi, X-Factor og Vaðlaheiðargöng

Ég sá forsíðu Fréttablaðsins í dag og sá menn skammast yfir því að X-Factor og úrslit Fyndnasta mann Íslands séu haldin á Föstudeginum langa.  Ég fagna því að menn séu farnir að hugsa um fjölskyldurnar í þessu máli.  Á föstudaginn langa eru örugglega flestir foreldrar ekki í vinnu og því um að gera að vera með eitthvað þennan dag svo að fjölskyldur landsins geti skemmt sér yfir einhverju öðru en að sofa í sófanum eða horfa á myndina um Jesú Krist á RÚV (gleymi þessari mynd ekki þegar ég var ungur).  Tel sjálfsagt að verslanir landsins séu lokaðar þennan dag en hinsvegar mega afþreyingarstöðvar vera opnar eins og bíó, leikhús, skíðasvæði, sundlaugar o.s.frv.

Ég veit að konan mín er ósammála mér og talar um að fólk sé hætt að halda þennan dag hátíðlegan.  Því miður þá vinna Íslendingar alltof mikið og því eru svona frí kærkomin til að endurheimta tengslin við fjölskylduna

Hérna á Akureyri er svo búið að vera yndislegur dagur.  Í gær kom svo oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi kynnti þær áætlanir að Samfylkingin vill fara í Vaðlaheiðargöng og það sem allra fyrst.  Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristján hér

Svo í kvöld fer ég og fylgist með sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sem fjallar um kosningarnar hérna í Norðausturkjördæmi.  Hvet alla til að fylgjast með hvort sem er á Stöð 2 eða á www.visir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband