3.4.2007 | 23:39
Æi greyið!
Ég varð einstaklega hissa þegar ég flétti Fréttablaðinu s.l. sunnudag og sá auglýsinguna frá Frjálslynda flokknum. Það fyrsta sem kom upp í hugann - guð minn almáttugur, ég trúi ekki að þeir ætli sér í þennan pakka. Hvar værum við ef við hefðum ekki þetta fólk til að bjarga okkur á þessum þenslutímum. Samkvæmt Vinnumálastofnun voru 2.120 manns á atvinnuleysisskrá þann 3. apríl. Mig minnir að það séu um 12.000 erlendir starfskraftar á Íslandi. Hvar værum við ef við hefðum ekki haft alla þessa hjálp? Auðvelt svar - Í enn meira svartnætti en við erum stödd í núna. Ég sá svo skrifað einhvers staðar að Magnús Þór hefði á sínum tíma verið á móti þessari aðlögun sem var sett um hindraðan aðganga vinnuafls. - Hvað breyttist spyr ég - sáu menn að menn gátu híft upp fylgið með svona umræðu. Ég tel hinsvegar að þeir fái fleiri á móti sér heldur en með sér og geta fengið óþægilegan stimpill á sig.
Var í hádeginu í dag staddur á súpufundi með þeim Össuri og Ingibjörgu Sólrúnu. Þar kynntu þau stefnumál Samfylkingarinnar í málefnum barna og ungmenna sem ber heitið Unga Ísland. Ég verð að segja að þetta einstaka mál er með því besta sem ég hef séð stjórnmálaflokk koma fram með. Vil ég biðja flesta að kynna sér þetta mál.
Eitt sem ég hef mikinn áhuga er ESB aðild. Ég hef ekki gert upp með mér hvort að við eigum að ganga inn í ESB en mér finnst að við eigum að hefja viðræður og svo setja það í þjóðaratkvæði. Á þessum súpufundi kom fram m.a. að þessi rök um að ef við förum í ESB þá koma hérna ryksuguskip og tæma miðin okkar eru ekki á rökum reistar. Enda tel ég vitlaust að koma með svona rök gegn aðild áður en farið er í viðræður. Með því að við förum í viðræður þá eigum við að geta komist að niðurstöðu um ESB.
Ég vil svo benda á niðurstöður könnunar sem birt var á fundi Skólanefndar hjá Akureyrarbæjar í gær. Formaður skólanefndar skýrði okkur frá þessum niðurstöðum í gær. Hægt er að sjá viðtal við hana hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir eru svo aumkunarverðir í Frjálslyndaflokknum - ég bara get ekki annað en vorkennt þeim pínulítið. En samt grófu þeir sér sína eigin gröf og því fer sem fer.
Páll Jóhannesson, 4.4.2007 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.