29.3.2007 | 15:05
Verða fæðingar á Akureyri að fara fram í Reykjavík í sumar?
Fór í gær með þeim mætu mönnum Kristjáni L. Möller og Einar Má Sigurðarsyni í vinnustaðaheimsókn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ljóst er að vandi FSA er stór en eins og staðan er í dag þá eru líkur á því að það verði að LOKA fæðingardeildinni á Akureyri í sumar. Þetta mundi ég segja að væri mjög aðkallandi vandamál sem yrði að leysa strax - ekki á eftir, heldur strax. Hvaða áhrif hefur þetta fyrir fjórðunginn. FSA á að vera í stakk búið að taka á móti öllum fæðingum í fjórðungnum en vandamálið er það að það fást engar ljósmæður til starfa á deildinni í sumar og því þyrfti trúlega að senda töluvert af fólki suður til eignast börnin þar. Af hverju gengur svona illa að fá ljósmæður til vinnu?
Ljósmæður leitast eftir því að geta starfað á heilsugæslu og fá betur borgað fyrir það að vera í "skrifstofuvinnu" heldur að vera til taks á fæðingardeildinni og vera tilbúinn að bjarga mannslífum með viðbrögðum sínum. Ég get alveg skilið ljósmæðurnar, hver væri ekki tilbúinn að fá meiri borgað fyrir þægilegri vinnu. Sem dæmi á Austurlandi eru átta ljósmæður en aðeins ein þeirra vinnur við fæðingar.
En hvar liggur hundurinn grafinn? Kjarasamingurinn við ríkið er barn síns tíma. Sveitarfélögin eru að borga betur en ríkið og þess vegna leita ljósmæður þangað. Mér nægir t.d. að líta til konu minnar þegar hún var að ákveða sig hvort að hún átti að vinna sem sjúkraliði á Dvalarheimilinu Hlíð eða á FSA. Málið var einfalt - launin voru mikið betri á Hlíð sem Akureyrarbær rekur heldur en á FSA sem ríkið rekur. Það er gífurleg undiralda tel ég í heilbrigðisstéttum í dag og varðar þetta einstaka mál við alla Norðlendinga. Ég kalla eftir viðbrögðum stjórnvalda - hvernig ætla þeir að leysa þetta.
Að lokum vil ég þakka þeim stjórnendum sem tóku á móti okkur í gær. Ég sá á þessum fundi hversu hæfa stjórnendur FSA hefur og er sjúkrahúsið okkar í góðum höndum en ljóst er að Fjármálaráðuneytið þarf að taka upp veskið til að laga þetta mál. Þetta skiptir okkur öllum máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í Reykjavík??? Ertu ekki að grínast?
Lára Stefánsdóttir, 29.3.2007 kl. 15:19
Það getur ekki verið að það sé pottur brotinn í heilbrigðiskerfinu okkar - eða? Þetta er vægast sagt dapurlegt svo ekki sé nú dýpra í árina tekið já hugsa sér mitt í öllu þesu ,,góðæri" sem ríkt hefur hér og vaðið upp um allt og alla og ekki síst hér á Akureyri. Lára mín þú kippir þessu snarlega í liðin um leið og þú er komin á þing í vor, ekki satt?
Páll Jóhannesson, 29.3.2007 kl. 20:28
Er ekki lausnin bara að flytja inn nokkra Pólverja ?
Rúnar Haukur Ingimarsson, 29.3.2007 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.