29.3.2007 | 00:14
Betur má ef duga skal
Ríkisstjórn Íslands tilkynnti um stofnun ferðajöfnunarsjóðs og verður að segjast að þetta sé einstaklega gott framtak. Hinsvegar verð ég fyrir ákveðinni vonbrigði með þá upphæð sem sett er í þetta. Ég spurðist fyrir um hvað vinir mín í Þór eru að borga í ferðakostnað og þá bara yngri flokkar. Sætið í rútu fram og tilbaka til Reykjavíkur kostar um 5.000 kr. og eru farnar um 5 ferðir yfir árið. Á Akureyri eru um 700 iðkendur bara í fótbolta. M.v. þrjár ferðir á ári(yngri flokkar fara færri og þeir eldri oftar) þá eru foreldrar iðkanda í fótbolta á Akureyri að borga 10,5 milljónir í ferðakostnað á hverju ári. Þarna er ótalinn allur ferðakostnaður sem meistaraflokkar og 2. flokkar félaganna borga og þá einnig ferðakostnaður annarra greina.
Á Íslandi eru 69.153 iðkendur en hinsvegar 93.453 iðkanir(samkvæmt skýrslu Þórdísar um Hagrænt gildi íþrótta). Reiknum með 5.000 kr. ferðakostnaði á hverja iðkun. Það gerir 467.265.000 í ferðakostnað. Ég tel að þessi tala sé hinsvegar langt frá því að vera nærri raunveruleikanum og ljóst er að ríkisstjórnin getur gert mun betur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessir útreikningar standast engan veginn hjá þér, flestir iðkendur eru á höfuðborgarsvæðinu og þurfa ekki að fara jafn oft á mill. Þetta er bara gert til þess að láta þetta hljóma illa.
Hvernig væri að fagna þessu í staðinn fyrir að koma með einhverja bógus útreikninga og segja að þetta sé ekki nógu gott. Ég er nokkuð viss um að vinur þinn hjá Þór fagni þessu, annað væri alveg út í hött. Þór mun væntanlega njóta þess verulega.
TómasHa, 29.3.2007 kl. 00:30
Þetta er flott framtak hjá ríkisstjórninni, ég ætla ekki að taka það af þeim en hinsvegar held ég að ég fari mjög varlega í þessar tölur. Félög á höfuðborgarsvæðinu ferðast líka norður í land og þekki ég það t.d. í gegnum mótin sem Þór og KA halda hér á Akureyri í fótbolta og auk þess er KKÍ og HSÍ duglegir að fara með úrslitakeppnir út á land. Ef við reiknum að þessar 5000 kr. sé raunhæf tala þá hrökkva þessar 30 milljónir ekki langt í ferðakostnaðinn. Meistaraflokkar Þórs og KA þurfa í sumar að fara 8 ferðir hvort félag á Suðvesturhornið, 1 ferð til Ólafsvíkur og 1 í Fjarðabyggð. 20 manns fara í hverri ferð og alltaf í rútu. Segjum sætið á 5.000 kr(fram og tilbaka). Þá erum við komin í 1.000.000 kr. bara ferðakostnaður meistaraflokks Þórs næsta sumar. KA er svo með annað eins. Þetta skiptir miklu máli fyrir íþróttafélögin á landsbyggðinni og fagna ég því að þetta er komið í gegn en ég vil endilega sjá hærri upphæðir.
Jóhann Jónsson, 29.3.2007 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.