Gott að búa í Kópavogi!

Fór á 8. súpufund Íþróttafélagsins Þórs á fimmtudaginn síðasta og var gestur fundarins Þórsari og uppalinn Akureyringur, Ármann Kr. Ólafsson forseti bæjarstjórnar Kópavogs.   Umfjöllunarefnið var uppbygging íþróttamannvirkja í Kópavogi og verð ég að hrósa Ármanni fyrir hreint út sagt frábæra kynningu.  Þar sá maður það svart á hvítu hvað það er gott að búa í Kópavogi.  Þeir eru standa sig gríðarlega vel og greinilegt að mikill metnaður er þar á ferð.  Skora ég á Þórsara að hafa næsta súpufund með stjórnarmönnum ÍRA (Íþróttaráðs Akureyrar) og fjalla um uppbygginguna hér á svæðinu.

Nú eru í gangi viðræður milli Þórs og ÍRA um uppbyggingu á Þórssvæðinu fyrir landsmót 2009.  Ég vona að Akureyrarbær sýni þann metnað að ráðast í svæðið og gera það að einu stórkostlegu svæði fyrir landsmótið en ekki taka þetta í einhverjum smáskrefum.  Gerum þetta að alvöru en ekki eitt stórslys eins og umhverfið í kringum Bogann er að verða.  Þar var allt í einu ákveðið að breyta undirgöngum úr Hamri í Bogann þannig að nú komast ekki vélar sem eru í bílskúrnum í Hamri ekki út af svæðið.  Göngin voru hækkuð svo að þau mundu standast kröfur um aðgengi fatlaðra svo að þeir komist á klósettið.  Hinsvegar má reikna með því að einu skiptin sem fatlaðir koma til að horfa á leik í Hamri gætu verið í deildarbikarnum eða í einhverri keppni á vegum KSÍ.  Þá aftur á móti mega áhorfendur ekki nota undirgöngin þar sem leikmenn og dómarar nota þessi göng.  Ekkert klósett fyrir fatlaða er í Hamri nema það sem er í kjallaranum.  Þetta er dæmi um skipulagsleysi hjá Akureyrarbæ.  Svo til að bæta gráu ofan á svart þá á nú að fara að bæta við hitunargræjum í Bogann.

Ég spyr - hefði það ekki verið ódýrara að gera þetta að alvöru strax í upphafi í staðinn fyrir að alltaf að breyta og bæta.  Þetta er t.d. hægt að læra af Kópavogi.  Þess vegna vona ég að Akureyrarbær fari í svæðið á fullum krafti og geri það eins glæsilegt og hægt er fyrir Landsmótið.  Að lokum vil ég benda á það að einstaklega fáir stjórnmálamenn mættu á þennan fund í Hamri (menn halda greinilega að menn geti ekkert lært af öðrum - heldur þurfi menn alltaf að finna upp hjólið)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband