10.2.2007 | 00:17
Gott að búa í Kópavogi!
Fór á 8. súpufund Íþróttafélagsins Þórs á fimmtudaginn síðasta og var gestur fundarins Þórsari og uppalinn Akureyringur, Ármann Kr. Ólafsson forseti bæjarstjórnar Kópavogs. Umfjöllunarefnið var uppbygging íþróttamannvirkja í Kópavogi og verð ég að hrósa Ármanni fyrir hreint út sagt frábæra kynningu. Þar sá maður það svart á hvítu hvað það er gott að búa í Kópavogi. Þeir eru standa sig gríðarlega vel og greinilegt að mikill metnaður er þar á ferð. Skora ég á Þórsara að hafa næsta súpufund með stjórnarmönnum ÍRA (Íþróttaráðs Akureyrar) og fjalla um uppbygginguna hér á svæðinu.
Nú eru í gangi viðræður milli Þórs og ÍRA um uppbyggingu á Þórssvæðinu fyrir landsmót 2009. Ég vona að Akureyrarbær sýni þann metnað að ráðast í svæðið og gera það að einu stórkostlegu svæði fyrir landsmótið en ekki taka þetta í einhverjum smáskrefum. Gerum þetta að alvöru en ekki eitt stórslys eins og umhverfið í kringum Bogann er að verða. Þar var allt í einu ákveðið að breyta undirgöngum úr Hamri í Bogann þannig að nú komast ekki vélar sem eru í bílskúrnum í Hamri ekki út af svæðið. Göngin voru hækkuð svo að þau mundu standast kröfur um aðgengi fatlaðra svo að þeir komist á klósettið. Hinsvegar má reikna með því að einu skiptin sem fatlaðir koma til að horfa á leik í Hamri gætu verið í deildarbikarnum eða í einhverri keppni á vegum KSÍ. Þá aftur á móti mega áhorfendur ekki nota undirgöngin þar sem leikmenn og dómarar nota þessi göng. Ekkert klósett fyrir fatlaða er í Hamri nema það sem er í kjallaranum. Þetta er dæmi um skipulagsleysi hjá Akureyrarbæ. Svo til að bæta gráu ofan á svart þá á nú að fara að bæta við hitunargræjum í Bogann.
Ég spyr - hefði það ekki verið ódýrara að gera þetta að alvöru strax í upphafi í staðinn fyrir að alltaf að breyta og bæta. Þetta er t.d. hægt að læra af Kópavogi. Þess vegna vona ég að Akureyrarbær fari í svæðið á fullum krafti og geri það eins glæsilegt og hægt er fyrir Landsmótið. Að lokum vil ég benda á það að einstaklega fáir stjórnmálamenn mættu á þennan fund í Hamri (menn halda greinilega að menn geti ekkert lært af öðrum - heldur þurfi menn alltaf að finna upp hjólið)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.