24.1.2007 | 22:59
Þórsarar takið eftir! - Nýr hópleikur um helgina
Reglurnar í leiknum eru mjög einfaldar. Þeir sem vilja taka þátt búa til hóp og skrá hann undir einhverju nafni hjá okkur í Hamri. Í hverjum hóp geta verið eins margir og menn vilja ( alveg frá einum og upp úr ) hver og einn getur verið í eins mörgum hópum og hann vill. Hópurinn skilar svo inn einum Getraunaseðli á enska boltanum fyrir hverja helgi hjá okkur í Hamri. Hópurinn ræður hversu dýr seðillinn er - en því dýrari, því meiri líkur á að fá fleiri rétta. Eftir hverja helgi förum við hjá getraunum yfir alla seðlana og skráum hjá okkur hversu marga rétta hver og einn hópur fékk.
Hópleikurinn stendur yfir í 10 vikur og gilda 8 bestu seðlar hvers hóps. Hver hópur getur verið skipaður af einum einstakling eða stórum vinnustað.
1. sæti: Flugfar með Flugfélag Íslands Akureyri Reykjavík Akureyri að verðmæti 20.000 og GSM sími frá Símanum
2. sæti: 3 mánaða áskrift af SÝN og Vikudegi
3. sæti: Sími frá Símanum.
Hafðu samband við okkur eða láttu sjá þig á laugardaginn milli 10 14.Getraunastjórar Þórs , Síminn hjá okkur er 461-2081 á opnunartíma á laugardögum.
getraunir@thorsport.is
Seðill vikunnar er hægt að nálgast á: http://open.1x2.is/files/prentefni/SEDLAR.pdf
Um bloggið
Jói Jóns
Myndaalbúm
Vinir og ættingjar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.