Strákarnir okkar eða íslenska handboltalandsliðið?

Horfði í gær á það þegar Frakkar voru leiddir til slátrunar af Strákunum okkar.   Hefðu þeir tapað leiknum hefði þeir einfaldlega verið Íslenska handboltalandsliðið.  Veit af tveimur Þórsurum sem voru á leiknum þeim Bigga og Kára og skemmtu þeir sér gríðarlega vel.  Heyrði í Bigga áðan og var hann ennþá í sigurvímu.

Það verður trúlega stillt svo á sjónvarp allra landsmanna á morgun til að fylgjast með leiknum gegn Túnis og vonandi fara þeir bara með sigur af hólmi.

Fyrst ég er svo farinn að tala um Íþróttir á annaðborð þá verð ég að minnast þess hvað það var ofboðslega gaman að sjá Arsenal keppa á sunnudaginn.  Sendi bróðir mínum MMS með markinu hans Henry.  Hann þakkaði hugulsemina - NOT!

Áfram Ísland! - Er það ekki?


Fjölmiðlar eyðileggja enska landsliðið!

Ég hef svolitið fylgst með fjölmiðlum í kringum þetta landsliðsþjálfaramál.  Þetta byrjaði náttúrulega allt saman þegar News Of The World lögðu sig alla fram til að eyðileggja feril Svens með því að fljúga hann í einkaþotu til Arabíulanda og taka upp samtal hans og "fursta" (a.k.a. blaðamann NotW) þar sem hann ætlaði að kaupa Aston Villa og vildi fá Sven sem stjóra með sér.  Þetta varð til þess að Sven ákvað að segja starfi sínu lausu eftir HM.

Scolari var svo kominn í umræðuna og þá fóru enskir fjölmiðlar hamförum og tóku hann í gegn (en greinilegt er að blaðamenn vilja fá enskan þjálfara).  Það varð til þess að Scolari hætti við.

Samkvæmt blöðum svo í gær þá átti Wayne Rooney að vinna HM fyrir þá því samkvæmt fyrirsögnum í gær þá sögðu menn að Heimsmeistaratitilinn væri farinn (Goodbye World Cup) af því að Rooney væri fótbrotinn.

Það er ljóst samkv. frétt mbl.is að blöðin fá sínu fram með að fá enskan þjálfara og svo er spurning hvort að hann fái sömu meðferð og Sven hefur fengið í gegnum árin eða hvort að þeir fari linum höndum um hann þar sem hann er enskur. 


mbl.is Spáð að McClaren verði landsliðsþjálfari Englands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hitta naglann á höfuðið?

Það má segja að maður hafi reynt í orðsins fyllstu að reyna að hitta naglann á höfuðið.  Hann kom á spítala kvartandi undan hausverk.  Þegar hann var settur í sneiðmyndatöku þá kom í ljós að það voru þó nokkuð margir naglar í hausnum á honum og nokkrir voru aðeins örstutt frá miðju heilans.  Maður var frekar skakkur á lyfjum og var að reyna að fremja sjálfsmorð með naglabyssu.  Það má geta þess að maðurinn slapp án skaða eftir að naglarnir voru teknir úr honum.  Myndir og sagan á http://www.sky.com/skynews/picture_gallery/picture_gallery/0,,70141-1219626-1,00.htmlNaglasúpa

 


Áfram Þór!

Var að lesa á textavarpinu áðan að mínir menn í Þór, Akureyri hefðu tapað fyrir FH í undanúrslitum deildarbikarsins 2-0.  Greinilegt er að Lárus Orri er að gera góða hluti með liðið og hlakka ég til að sjá hvernig liðinu vegnar í sumar.  Þórsarar urðu í 2. sæti í sínum riðli og voru með lið eins og ÍA, KR, Fram og Víking í sætum fyrir neðan sig.  Það má geta þess að ka var líka í þessum riðli og tókst þeim að falla úr A deildinni.  Þeir eru núna að örvænta og hafa kallað til fullt af útlendingum til að redda fótboltanum fyrir sig í sumar.  Ljóst er að Íslendingum vantar ekki bara vinnuafl í fiskinn heldur virðast ka menn vera alveg sama um þá stráka sem eru að koma upp úr flokkunum.  Þórsarar munu nær eingöngu byggja upp á heimamönnum ef frá er talin Ibra Jagne.

Ég var að vonast til að ka menn gætu að einhverju leyti komið með álitlega heimasíðu fyrir fótboltann hjá sér og verð ég að segja að sú heimasíða hefur valdið mér vonbrigðum.  Ef þið viljið líta á hana þá er örugglega hægt að finna á google eða eitthvað álíka.  Þeir strákar sem eru aftur á móti með handboltasíðuna hjá ka fá hrós.  Mögnuð síða og virkilega gaman að sjá t.d. tölfræði úr leikjum og annað slíkt.  Greinilegt að mikill metnaður er hjá þessum strákum.  Heimasíða Þórs (http://www.thorsport.is) stendur alltaf fyrir sínu þótt að menn mega taka sig örlitið á.

Jæja nóg skrifað í bili um íþróttir


Enskt blog/English blog

Ég hef ákveðið að kanna hvort að það sé grundvöllur fyrir að skrifa á ensku.  Ég er núna í páskafríi og byrja aftur 2. maí n.k.   Verð hinsvegar á fullu þangað til.  Sjáum til hvernig þessi tilraun virkar.

----------------------------ENGLISH------------------------ 

I have been wondering about starting to blog in English.  I will start this for few weeks now and to see how this works.  I´m currently in easter-break and will resume 2nd May in Marketing Communications.

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband