Gerði Gissur sig vanhæfan um að segja fréttir frá fjármálalífinu?

Ég hlustaði á hann Gissur Sigurðarson fréttamann á Bylgjunni kl. 7.30 með helstu fréttir.  Þar byrjaði hann að tala um bankana og hversu mikið menn vantreysta þeim í þjóðfélaginu.  Hann talaði um skít í hverjum potti og að það kæmi ekki til greina að lífeyrissjóðir ættu að koma að í endurreisn bankanna þar sem sömu stjórnendur séu í bönkunum og voru áður og að menn skipti ekki um móral á einni nóttu.  Hann bar þetta saman við fanga sem hafa setið í fangelsi en fara samt og fremja lögbrot.  Munurinn er að bankamennirnir hafa ekki setið í fangelsi og hugsað um hvað það hefur gert.

Ég var mjög hissa á að heyra þetta frá Gissuri.  Hann hefur oft verið beittur en að fréttamaður á stærstu útvarpsstöð landsins skuli láta svona út úr sér...ég tel að hann hafi með þessum orðum sínum gert sig hrikalega vanhæfan til að fjalla um fjármálalíf landsins.

Ég er sammála honum að þarna þurfi að taka meira til heldur en hefur verið gert en það gerir það hinsvegar ekki í lagi að fréttamaður skuli hafa talað svona.

Reikna með að þátturinn komi inn á visir.is fljótlega eftir þáttinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá Gissuri og ég gæti ekki verið meira sammála honum þarna er verið að fjalla um hlutina í raun

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 16578

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband