Færsluflokkur: Íþróttir

Ertu ekki að grínast?

Þórsarar voru að spila í kvöld við Víking Ólafsvík og töpuðu leiknum 2-1.  Manni skilst að Þórsarar hafa verið að spila allt í lagi en come on - hversu lengi eigum við að spila allt í lagi - Við verðum að vinna leiki og það ekki seinna en strax!  

Hvað eigum við að gera?  Bíða og vona það besta? Eða er komi tími til aðgerða?

Það sem bætir allt þetta upp eru stelpurnar.  Þær eru að standa sig í úrvalsdeildinni og það er spurning hvort að maður fari ekki á völlinn á fimmtudagskvöldið.  Áfram Stelpur!


Margrét Lára - sannarlega Íþróttamaður ársins

Þegar ég sá listann í fréttunum í gær yfir topp 10 þá var fyrsta nafnið sem kom í kollinn Margrét Lára.  Sá svo í gærkveldi að hún hefði verið valin.  Vil óska henni innilega til hamingju með titilinn en hún er einstaklega vel að honum komin.  Hún stóð sig gríðarlega vel í Íslandsmótinu í sumar og ekki síður með landsliðinu.  Hún hefur verið að vinna í sérverkefnum hjá KSÍ í að efla áhuga stelpna á fótbolta.  Ég var einstaklega ánægður með valið - þarna hefðu fréttamenn heldur betur unnið heimavinnuna.

Þegar ég hlustaði svo á hádegisfréttirnar í dag þá var viðtal við Margréti Láru og þá talar hún hversu mikil fyrirmynd hún álitur sig og þær ráðleggingar sem hún gefur ungum stúlkum.  Þetta réttlæti valið enn frekar og sannar að hún er sannur íþróttamaður hvort sem er innan eða utan vallar.  Hvert lið væri hreykið af því að hafa slíka konu í sínu liði. 

Innilega til hamingju Margrét Lára - þú átt þetta sannarlega skilið 


Auðvitað - Áttu menn von á öðru?

Það kom mér ekki á óvart að mínir menn hafi sent Tottenham til sín heima með skottið á milli lappanna.  Þeir eru bara svo góðir.  Hikstuðum aðeins í byrjun tímabils og hefði það ekki gerst þá væri deildin búin!  Það horfir fram á magnaða baráttu um Englandsmeistaratitilinn og ljóst er að mínir menn eru ekki búnir að segja sitt síðasta.  Ég spái öflugum leik þann 25. febrúar (spurning hvort að maður nýtir sér tengslin í gegnum fólkið í Leicester og reyni að redda sér miða(maður sem þekkir mann)) en ég vona þó að Arsene Wenger haldi uppteknum hætti og leyfir ungu strákunum að spreyta sig.  Við gátum unnið Liverpool 6-3 þá ættum við að geta unnið Chelsea með fimm mörkum (fyrst að Liverpool vann Chelsea 2-0). 

Hérna er svo statistikin úr leiknum fyrir þá sem hafa áhuga..  GO GUNNERS!

ArsenalTeam StatisticsTottenham Hotspur
3Goals1
01st Half Goals0
8Shots on Target2
16Shots off Target7
3Blocked Shots4
13Corners7
18Fouls22
3Offsides3
2Yellow Cards5
0Red Cards0
82.6Passing Success72.4
29Tackles52
89.7Tackles Success67.3
62Possession38
55.0Territorial Advantage45.0


mbl.is Arsenal í úrslit deildabikarsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikmannakaupum á Englandi lýkur í dag!

Í dag er síðasti séns fyrir liðin í Englandi að tryggja sér liðsstyrk fyrir komandi átök í Ensku úrvalsdeildinni.  Tók ég eftir að Arsenal er búið að selja Sebestian Larsson til Birmingham fyrir eina milljón punda.  Það er svo spurning hvort að Eggert Magnússon og Björgúlfur séu að vinna yfirvinnu og verða að til miðnættis að ná sér í fleiri leikmenn.

Hægt er að fylgjast með þessu á Skysports.com.

 Arsenal tekur svo á móti Tottenham í litla bikarnum í kvöld.  Reikna ég með að kjúklingarnir sem Arsene Wenger bjóði upp á í kvöld taki þá nokkuð létt eða allavega vinna þá.


Þórsarar takið eftir! - Nýr hópleikur um helgina

HÓPLEIKURINN HEFST UM HELGINA!



Hópleikur fer af stað í 4. leikviku – 27. janúar!


Reglurnar í leiknum eru mjög einfaldar. Þeir sem vilja taka þátt búa til hóp og skrá hann undir einhverju nafni hjá okkur í Hamri. Í hverjum hóp geta verið eins margir og menn vilja ( alveg frá einum og upp úr ) hver og einn getur verið í eins mörgum hópum og hann vill. Hópurinn skilar svo inn einum Getraunaseðli á enska boltanum fyrir hverja helgi hjá okkur í Hamri.  Hópurinn ræður hversu dýr seðillinn er - en því dýrari, því meiri líkur á að fá fleiri rétta. Eftir hverja helgi förum við hjá getraunum yfir alla seðlana og skráum hjá okkur hversu marga rétta hver og einn hópur fékk.
Hópleikurinn stendur yfir í 10 vikur og gilda 8 bestu seðlar hvers hóps. Hver hópur getur verið skipaður af einum einstakling eða stórum vinnustað. 

 Vinningar verða:

1. sæti: Flugfar með Flugfélag Íslands Akureyri – Reykjavík – Akureyri að verðmæti 20.000 og GSM sími frá Símanum

2. sæti: 3 mánaða áskrift af SÝN og Vikudegi

3. sæti: Sími frá Símanum.

 Hafðu samband við okkur eða láttu sjá þig á laugardaginn milli 10 – 14.

Getraunastjórar Þórs , Síminn hjá  okkur er 461-2081 á opnunartíma á laugardögum.
getraunir@thorsport.is

Seðill vikunnar er hægt að nálgast á: http://open.1x2.is/files/prentefni/SEDLAR.pdf


Strákarnir okkar eða íslenska handboltalandsliðið?

Horfði í gær á það þegar Frakkar voru leiddir til slátrunar af Strákunum okkar.   Hefðu þeir tapað leiknum hefði þeir einfaldlega verið Íslenska handboltalandsliðið.  Veit af tveimur Þórsurum sem voru á leiknum þeim Bigga og Kára og skemmtu þeir sér gríðarlega vel.  Heyrði í Bigga áðan og var hann ennþá í sigurvímu.

Það verður trúlega stillt svo á sjónvarp allra landsmanna á morgun til að fylgjast með leiknum gegn Túnis og vonandi fara þeir bara með sigur af hólmi.

Fyrst ég er svo farinn að tala um Íþróttir á annaðborð þá verð ég að minnast þess hvað það var ofboðslega gaman að sjá Arsenal keppa á sunnudaginn.  Sendi bróðir mínum MMS með markinu hans Henry.  Hann þakkaði hugulsemina - NOT!

Áfram Ísland! - Er það ekki?


Fjölmiðlar eyðileggja enska landsliðið!

Ég hef svolitið fylgst með fjölmiðlum í kringum þetta landsliðsþjálfaramál.  Þetta byrjaði náttúrulega allt saman þegar News Of The World lögðu sig alla fram til að eyðileggja feril Svens með því að fljúga hann í einkaþotu til Arabíulanda og taka upp samtal hans og "fursta" (a.k.a. blaðamann NotW) þar sem hann ætlaði að kaupa Aston Villa og vildi fá Sven sem stjóra með sér.  Þetta varð til þess að Sven ákvað að segja starfi sínu lausu eftir HM.

Scolari var svo kominn í umræðuna og þá fóru enskir fjölmiðlar hamförum og tóku hann í gegn (en greinilegt er að blaðamenn vilja fá enskan þjálfara).  Það varð til þess að Scolari hætti við.

Samkvæmt blöðum svo í gær þá átti Wayne Rooney að vinna HM fyrir þá því samkvæmt fyrirsögnum í gær þá sögðu menn að Heimsmeistaratitilinn væri farinn (Goodbye World Cup) af því að Rooney væri fótbrotinn.

Það er ljóst samkv. frétt mbl.is að blöðin fá sínu fram með að fá enskan þjálfara og svo er spurning hvort að hann fái sömu meðferð og Sven hefur fengið í gegnum árin eða hvort að þeir fari linum höndum um hann þar sem hann er enskur. 


mbl.is Spáð að McClaren verði landsliðsþjálfari Englands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Þór!

Var að lesa á textavarpinu áðan að mínir menn í Þór, Akureyri hefðu tapað fyrir FH í undanúrslitum deildarbikarsins 2-0.  Greinilegt er að Lárus Orri er að gera góða hluti með liðið og hlakka ég til að sjá hvernig liðinu vegnar í sumar.  Þórsarar urðu í 2. sæti í sínum riðli og voru með lið eins og ÍA, KR, Fram og Víking í sætum fyrir neðan sig.  Það má geta þess að ka var líka í þessum riðli og tókst þeim að falla úr A deildinni.  Þeir eru núna að örvænta og hafa kallað til fullt af útlendingum til að redda fótboltanum fyrir sig í sumar.  Ljóst er að Íslendingum vantar ekki bara vinnuafl í fiskinn heldur virðast ka menn vera alveg sama um þá stráka sem eru að koma upp úr flokkunum.  Þórsarar munu nær eingöngu byggja upp á heimamönnum ef frá er talin Ibra Jagne.

Ég var að vonast til að ka menn gætu að einhverju leyti komið með álitlega heimasíðu fyrir fótboltann hjá sér og verð ég að segja að sú heimasíða hefur valdið mér vonbrigðum.  Ef þið viljið líta á hana þá er örugglega hægt að finna á google eða eitthvað álíka.  Þeir strákar sem eru aftur á móti með handboltasíðuna hjá ka fá hrós.  Mögnuð síða og virkilega gaman að sjá t.d. tölfræði úr leikjum og annað slíkt.  Greinilegt að mikill metnaður er hjá þessum strákum.  Heimasíða Þórs (http://www.thorsport.is) stendur alltaf fyrir sínu þótt að menn mega taka sig örlitið á.

Jæja nóg skrifað í bili um íþróttir


Um bloggið

Jói Jóns

Höfundur

Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson

starfa sem verkefnastjóri hjá Dekkjahöllinni.  Er Formaður Sölku, Ungra jafnaðarmanna á Akureyri.  Þórsari og umfram allt Akureyringur. 

Sendið mér póst á joijons@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • jj4
  • undirskrift
  • ...joi_arsenal
  • ...7203706_web
  • ...p7203706

Nota bene

Veðrið

Veðrið á Akureyri
Click for Akureyri, Iceland Forecast
Veðrið í Leicester Click for Cottesmore, United Kingdom Forecast

Vinir og ættingjar

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 16578

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband